Laugardagur 7. september, 2024
10.9 C
Reykjavik

Breivik kvartar yfir einangruninni – Sjáðu lúxusaðstöðu hans í fangelsinu í Ringerike

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Norski hægri öfgamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Breivik kvartar yfir lúxus klefanum sem hann dvelur í þessi árin og segir að klefinn sé að gera hann „þunglyndann“.

Breikvik, sem drap 77 í sprengju- og byssuárásum í Noregi árið 2011, afplánar lífstíðarfangelsi (21 ár) í fangelsi í Ringerike en fangaklefinn er tveggja hæða samstæða en þar er eldhús og sjónvarpsherbergi þar sem finna má flatskjá og þægilega sófa. Í fangelsinu er einnig X-box leikjatölva sem Breivik hefur ótakmarkaðan aðgang að.

Maður hefur séð verri sjónvarpshol.

Í eldhúsinu er meira að segja uppþvottavél – þægindi sem margir fangar í öðrum löndum þurfa að lifa án. Breivik hefur aðgang að bókasafni, körfuboltavelli, borðstofu og líkamsræktarstöð fullum af lóðum, hlaupabretti og róðrarvél. Í frítíma sínum nýtur hann þess að elda, spila leiki og læra á bókasafninu, að því að kemur fram í dómsgögnum.

Það er alveg hægt að rífa í járn þarna.

Og þetta er ekki allt. Breivik á einnig þrjá páfagauka sem fá að fljúga frjálst um samstæðuna.

Fangelsiskerfið í Noregi hefur lengi verið umdeilt, þar sem stofnanir eins og Ringerike, Halden og eyjan Bastoey, gefa föngum mun meira frelsi í flottu umhverfi.

„Við erum með eitthvað sem við köllum „eðlileikaregluna“ í norsku fangelsiskerfinu,“ sagði fangelsisstjórinn Tom Eberhardt við BBC árið 2016. „Daglegt fangelsislíf ætti ekki að vera öðruvísi en venjulegt líf, að svo miklu leyti sem það er mögulegt.“

- Auglýsing -
Fínn félagsskapur.

Breivik hóf afplánun á 21 árs fangelsisdómi sínum (sem er hámarksrefsing í Noregi) árið 2012 en var fluttur til Ringerike árið 2022. Honum er haldið í „tiltölulega félagslegri einangrun“ og hefur hann átt samskipti við aðra fanga og gesti nokkrum sinnum. Þrátt fyrir að hann hafi þegar lokið um helmingi dóms síns getur hann setið í fangelsi lengur ef hann er talinn vera hættulegur almenningi.

Maður hefur leigt lélegri herbergi í Reykjavík.

Þrátt fyrir „þægilegt“ umhverfi sitt höfðaði Breivik nýlega mál gegn norsku ríkisstjórninni þar sem hann hélt því fram að einangrunarvist hans bryti á mannréttindum hans. Máli hans var hafnað eftir fimm daga málflutning.

„Það er mikil hætta á ofbeldi og að hann veiti öðrum innblástur. Þess vegna þarf hann að afplána tíma sinn undir ströngum öryggisráðstöfunum,“ sagði Andreas Hjetland, lögfræðingur ríkisins. „Það er einfaldlega ekkert sem bendir til þess að verið sé að brjóta mannréttindi Breiviks.“

- Auglýsing -

Breivik, sem hefur breytt nafni sínu í Fjotolf Hansen, heldur því fram í sinni annarri málshöfð gegn norskum stjórnvöldum, að einangrunin sem hann hefur sætt síðan hann hóf fangelsisafplánun árið 2012, jafngildi ómannúðlegri refsingu samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. Hann mistókst í sambærilegu máli á árunum 2016-2017, þegar áfrýjun hans var að lokum hafnað af Evrópudómstólnum.

Þann 22. júlí 2011 drap Breivik átta manns í sprengjuárás í Ósló áður en hann hélt í unglingabúðir fyrir systurflokk Samfylkingarinnar á Utoya eyju, þar sem hann, klæddur sem lögreglumaður, skaut 69 manns, aðallega unglinga, til bana. Breivik hefur ekki sýnt iðrun vegna árása sinna, sem hann lýsti sem krossferð gegn fjölmenningu í Noregi.

Yfirheyrslan fyrr í þessum mánuði fór fram í íþróttahúsinu í Ringerike fangelsinu þar sem hann er vistaður. Lögfræðingur hans, Oystein Storrvik, sagði skjólstæðing sinn hafa orðið fyrir áhrifum vegna skorts á samskiptum við umheiminn. Breivik grét þegar hann gaf vitni og sagðist þjást af þunglyndi og sjálfsvígshugsunum.

Geðlæknir á vegum fangelsisyfirvalda, sem hefur hitt Breivik síðan hann var fluttur til Ringerike árið 2022, lýsti efasemdum sínum. „Ég hef aldrei séð hann svona áður – aldrei séð hann gráta eða sýna miklar tilfinningar. Þetta voru viðbrögð sem ég bjóst ekki við,“ sagði Janne Gudim Hermansen fyrir dómi, að sögn NTB. „Það gæti hafa verið hans leið til að sýna örvæntingu sína en ég er ekki viss um hversu trúverðugt þetta var. Ég held að þetta hafi kannski verið notað til að ná einhverju fram.“

Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi að hámarki en með sérstöku ákvæði sem sjaldan er notað í norska réttarkerfinu, að hægt sé að halda honum ótímabundið ef hann er enn talinn hættulegur samfélaginu. Hann fór fram á reynslulausn árið 2022 en rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki sýnt nein merki um endurhæfingu.

Fréttin var unnin upp úr frétt Mirror.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -