Föstudagur 13. september, 2024
6.8 C
Reykjavik

Bresk leikkona segist vera fórnarlamb Jimmy Savile: „Þú þekkir mig, sestu við hliðina á mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breska leikkonan Daniella Westbrook hefur nú opnað sig og sagt frá því að þáttastjórnandinn og barnaníðingnum Jimmy Savile hafi misnotað hana.

Fyrrum leikkona EastEnders þáttanna segist hafa verið misnotuð sem barn frá níu til 14 ára aldurs og hafa staðið oft augliti til auglitis við suma ofbeldismennina síðar á ævinni. Í einlægu viðtali sagði hin 51 árs gamla leikkona að Savile hafi einu sinni beðið hana um að sitja við hlið sér á meðan hún kom fram í írskum spjallþætti, sem hún neitaði að gera.

Daniella Westbrook

Í nýju viðtali sagði hún frá því hvernig hún hélt opinberuninni leyndri þar sem hún óttaðist að það að deila því sem hafði gerst myndi fá hana til að vilja binda enda á líf sitt. Þegar hún var spurð hvort hún hefði séð einhvern af ofbeldismönnum sínum þegar hún var orðin eldri sagði Westbrook: „Já. Ég fór í þátt í Belfast, spjallþátt, þeir reyndu að láta mig sitja við hliðina á Jimmy Savile.

„Hann sagði „Komdu hingað Danniella, þú þekkir mig, sestu við hliðina á mér,“ og ég sagði „Ég myndi ekki sitja við hliðina á þér ef ég væri að deyja“ … hann var einn af þeim,“ sagði hún í viðtali í The Lewis Nicholls Show þættinum. Fyrrum BBC þáttastjórnandinn Savile var  afhjúpaður sem barnaníðingur, nauðgari og raðmisnotari eftir dauða hans.

Nýlega hefur enn og aftur verið sagt frá raunverulegu umfangi hryllilegra glæpa hans gegn unglingsstúlkum, ungum konum, yngri stúlkum, drengjum, veiku fólki, fötluðu fólki og jafnvel látnum í BBC þáttaröðinni, The Reckoning þar sem leikarinn ​​Steve Coogan tekst á við hlutverk sitt sem hinn viðurstyggilegi kynferðisafbrotamaður.

Árið 2000 upplýsti Savile heimildaþáttakonunginn Louis Theroux að hann hefði átt nokkrar kærustur á lífsleiðinni. En árið 2001, aðeins einu ári eftir að heimildarmynd hans kom út, hitti hann tvær konur, á fertugsaldri, sem játuðu að vera kærustu Savile, en önnur þeirra var aðeins 15 ára þegar þau voru í sambandi.

- Auglýsing -

Á hinu alræmda geðsjúkrahúsi Broadmoor sagði einn hjúkrunarfræðingur við rannsakanda að Savile hefði montað sig á að hafa „fíflast með“ sumum líkunum í líkhúsinu en Savile vingaðist við yfirmenn og starfsmenn sjúkrahúsa á borð við Broadmoor til að fá aðgang að sjúklingum, undir því yfirskyni að hann kæmi þangað til a’ skemmta og heimsækja sjúklingana. Rannsókn leiddi síðar í ljós að áhugi hans á látnu fólki hefði ekki verið „innan viðurkenndra marka“.

Savile lést 84 ára að aldri í október 2011. Í gegnum allan ferilinn stóð Savile frammi fyrir fjölda ásökunum um kynferðisofbeldi en fyrsta þekkta málið var skoðað árið 1958, en ekki þóttu vera nægar sannanir til að fara lengra með það.

Eftir dauða hans voru ásakanir, þær elstu frá árinu 1963 gerðar á hendur honum og opinber rannsókn hófst árið 2012. Í október sama ár sagði lögreglan að hún væri að skoða 400 ábendingar og að fjöldi meintra fórnarlamba væri um 450.

- Auglýsing -

The Mirror sagði frá málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -