Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Brimbrettakona lést er sverðfiskur stakkst í bringu hennar: „Þakklát fyrir þetta líf og náttúruna!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ítalska brimbrettakonan Giulia Manfrini lést eftir að sverðfiskur stakkst í bringu hennar.

Hin 36 ára gamla Guilia var á brimbretti nálægt Mentawai Islands Regency í Indónesíu 18. október þegar sverðfiskur „stökk óvænt í átt að Manfrini og stakkst í bringu hennar,“ sagði Lahmudin Siregar, yfirmaður hamfaraeftirlits Mentawai-eyja, í viðtali við Australian Broadcasting Corporation.

Hún var flutt í skyndi á Pei Pei Pasakiat Taileleu heilsugæslustöðina en lést af meiðslum sínum, samkvæmt fjölmiðlinum.

Manfrini hlaut fimm sentimetra djúpt sár í bringuna og sýndi merki um drukknun, samkvæmt læknisskýrslum sem ástralski fréttamiðillinn hefur fengið í hendurnar.

Í yfirlýsingu sagði samstarfsmaður Manfrini, James Colston, sem stofnaði með henni AWAVE Travel, sem er fyrirtæki í brimbretta- og snjóbrettaferðum, atvikið  vera „furðu slys (e. freak accident)“.

„Því miður, jafnvel með hugrökkum tilraunum maka hennar, starfsfólks staðarins og lækna, var ekki hægt að bjarga Giulia,“ skrifaði Colston í Instagram færslu 18. október. „Við trúum því að hún hafi dáið við að gera það sem hún elskaði, á stað sem hún elskaði.“

- Auglýsing -

Colston lýsti Manfrini sem „lífæð“ fyrirtækisins og hélt áfram, „Giulia gat ekki ferðast án þess að fólk yrði ástfangið af brosi hennar, hlátri og endalausu Stoke [brimbrettafrasi. Innskot blaðamanns.]. Allir sem höfðu hana um borð í leiguflugi eða brimbrettaferð, voru heppnir.“

Hann bætti við: „Við elskum þig Giulia. Mér þykir svo leitt að kveðja.“

Manfrini var snjóbrettakennari hjá Associazione Maestri Sci Italiani, einnig þekkt sem Samtök ítalskra skíðakennara, áður en hún fékk kennsluréttindi sín hjá International Surfing Association, samkvæmt LinkedIn hennar.

- Auglýsing -

Samkvæmt upplýsingum um Manfrini á AWAVE Travel vefsíðunni var hún fyrrverandi snjóbrettakona sem vegna ástar hennar á brimbrettum „leiddi hana um allan heim til að elta öldur“.

„Þegar þú ert ekki að skipuleggja ferðir,“ stóð á prófílnum hennar, „munt þú finna hana í leit að öldum og snjóbrekkum, við lagasmíð, dansandi og spilandi strandblak!“

Manfrini hafði ferðast til Mentawai-eyja nokkrum árum áður en hún lést. Í Instagram-færslu árið 2022 sem merkt var brimbrettasvæðinu, skrifaði hún: „Varð vitni að einu ótrúlegasta og sjaldgæfasta fyrirbæri á jörðinni: hin svokallaða „DÝRГ, hringlaga regnbogi á himni.“

Hún bætti við á sínum tíma: „Þakklát fyrir þetta líf og náttúruna!“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -