Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Britney lamin – Öryggisvörðurinn ekki kærður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í ljós er komið að öryggisvörðurinn sem sló Britney Spears í andlitið í Las Vegas á miðvikudag þegar hún vildi fá mynd af sér með körfuboltamanninum Victor Wembanyama verður ekki kærður.

TMZ greinir frá því að lögreglan í Las Vegas hefur lokið rannsókn sinni á ásökununum og komist að þeirra niðurstöðu að enginn verði kærður í málinu.

Forsaga málsins er sú að Britney hafði reynt að ná athygli Victor fyrir utan veitingastað. Victor segist ekki hafa frétt af málinu fyrr en nokkrum klukkustundum eftir atburðinn og segir að atvikið sé tilkomið vegna þess að Britney hafi rifið í öryggisvörðinn aftanfrá. Britney segir aðra sögu; að hún hafi einfaldlega pikkað í öxlina á honum. Í kjölfarið mun öryggisvörðurinn hafa slegið Britney með bakhöndinni í andlitið en hún lýsir því að höggið hafi verið svo fast að gleraugun hennar hafi fokið af henni og minnstu hafi munað að hún skylli í jörðina.

Victor Wembanyama var fyrstur í nýliðavali NBA deildarinnar á dögunum. Hann er talinn einn sá efnilegasti í nýliðavali í langan tíma og sem slíkur settur í flokk með Kareem Abdul Jabbar og LeBron James.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -