Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Bryan Cranston fékk Covid-19, hvetur fólk til að bera grímur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bryan Cranston, stjarnan úr sjónvarpsþáttunum Breaking Bad, hvetur aðdáendur sína til að „halda áfram að bera andskotans grímuna“ í færslu á Instagram-síðu sinni og upplýsir um leið að hann hafi greinst með Covid-19.

Í færslunni deilir hann myndbandi af sér að gefa blóð til rannsókna, að sjálfsögðu með grímu, og segist skilja að fólki finnist það vera bundið í báða skó þessa dagana og að það sé orðið þreytt á ástandinu. „Ég vil bara hvetja ykkur til að sýna aðeins meiri þolinmæði,“ segir leikarinn og upplýsir að hann hafi greinst með Covid-19 þótt hann hafi farið að öllum varúðarreglum. Einkennin hafi verið væg og hann telji sig heppinn að vera ekki einn af þeim rúmlega 150.000 Bandaríkjamönnum sem hafa látist af völdum veirunnar.

„Ég prísa mig sælan og hvet ykkur til að halda áfram að bera andskotans grímuna, halda áfram að þvo ykkur um hendurnar og virða fjarlægðarmörk,“ segir Cranston í færslunni sem fylgir myndbandinu. „Við getum sigrast á þessu, en AÐEINS ef við fylgjum reglunum í sameiningu.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -