Laugardagur 28. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

„Bush“ á Twitter: „Ég sakna þess að drepa Íraka“ og „Blair“ svarar: „Ég líka tbh.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og flestir sem fylgjast með samfélagsmiðlunum vita hefur Elon Musk keypt Twitter en það fyrsta sem hann gerði var að reka helming starfsmanna miðilsins. Næsta skref hans var síður en svo vinsælla.

Milljarðamæringurinn ákvað að breyta reglum um bláa merkið sem kallast Twitter Blue en það fengu einstaklingar að nota á Twitter-reikningi sínum eftir að þeir höfðu sannað að þeir væru í raun þeir sem þeir sögðust vera. Var þetta gert til að koma í veg fyrir að hver sem er gat þóst vera hver sem er. Musk hefur nú breytt þessu þannig að nú geta allir fengið þetta merki, svo fremur sem þeir borgi 8 dollara á mánuði. Þessi nýja regla er strax farin að vekja athygli og í raun vilja margir meina að þetta sé byrjunin á endalokum Twitter.

Maður sem kallar sig Matt Ratt skrifaði eftirfarandi færslu sem er nokkuð spaugileg:

„Twitter Blue is going about as well as everyone predicted, and it’s an amazing spectacle to watch. Like a train crash filled with glitter.“

Við færsluna hafði hann birt skjáskot af gervisamskiptum Tony Blair og George W. Bush. „Bush“ skrifaði færslu þar sem stóð „Ég sakna þess að drepa Íraka“ og „Blair“ svarar: „Ég líka ef ég á að vera hreinskilinn.“

Báðir hafa þeir Twitter Blue merkið en engum dettur í hug að þeir hafi skrifað þetta sjálfir.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -