Týndur fíkniefnasali í Brooklyn fannst í sundur bútaður í frysti en ekki hafði sést til hans í fjóra mánuði. Fíkniefnasalinn, Kawsheen Gelzer (39), var á skrá yfir kynferðisafbrotamenn en hlaut hann dóm árið 2005 fyrir að misnota 12 ára gamlan dreng. „Það vissu allir að hann fór þarna inn og kom aldrei aftur út. Við töluðum öll um það,“ sagði einn íbúi fjölbýlishússins þar sem að líkið fannst í síðustu viku.
Leigjendurnir Heather Stines og Nicholas McGee voru handtekin í kjölfarið en lík Gelzer fannst sundurbútað í fyrsti á heimili þeirra. Samkvæmt heimildum The Post kom upp ágreiningur milli McGee og Gelzer sem endaði með því að McGee myrti þann síðarnefnda. Heather játaði brot eiginmannsins fyrir lögreglu en hann hefur aðeins verið handtekinn fyrir minniháttar mál fram til þessa.