Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Býður sig formlega fram til forseta Rússlands – Vill enda stríðið og sleppa pólitískum föngum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rússneski forsetaframbjóðandinn Boris Nadezhdin hefur skilað inn 105.000 undirskriftum kjósenda sem styðja framboð hans til yfirkjörstjórnar landsins.

Boris Nadezhdin, forsetaframbjóðandi og friðarsinni, tilkynnti á Telegram í dag að hann hafi nú skilað inn nægum fjölda meðmæla svo hann geti boðið sig fram gegn Vladimir Putin, sitjandi forseta. Samkvæmt rússneskum lögum þarf Nadezhdin 100.000 staðfestar undirskriftir til bjóða sig formlega fram.

Samkvæmt rússneska fréttamiðlinum útlæga, Meduza, stóðst hinn sextugi og reynslumikli stjórnmálamaður, allar væntingar í janúar þegar boðskapur hans gegn Pútín hvatti Rússa um allt land og erlendis til að bíða í löngu röðum til að styðja herferð hans. Nadezhdin hefur heitið því að verða forseti „allra Rússa“ með því að binda enda á stríðið í Úkraínu, fella úr gildi kúgunarlög landsins og sleppa pólitískum föngum, svo eitthvað sé nefnt.

Enn er óljóst hvort yfirkjörstjórn Rússlands muni leyfa Nadezhdin að bjóða sig fram. Fresturinn til að skila inn umsókn til forsetaframboð rann út í dag en tveir einstaklingar höfðu náð að skila inn umsókn sinni og 100.000 undirskriftir, en þeir drógu báðir framboð sitt til baka stuttu seinna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -