Cate Blanchett vakti athygli á rauða dreglinum á Cannes kvikmyndahátíðinni í fyrradag. Kjóllinn sem hún klæddist þótti minna mikið á palestínska fánann.
Hin 55 ára stórleikkona gekk rauða dregilinn við frumsýningu á The Apprentice í fyrrakvöld en aðdáendur hennar eru vissir að Jean Paul Gaultier kjóllinn sem hún kæddist, hafi verið sérstaklega hannaður til að sýna samstöðu með Palestínu, vegna þjóðarmorðs Ísraelshers sem hefur verið í gangi frá því að Hamas-liðar frömdu hryðjuverk í Ísrael 7. oktober síðastliðinn.
Grunur kviknaði þegar Cate tók upp kjólfaldinn og sýndi óvenjulega ljósgrænt fóður á innanverðum faldinum. Kjóllinn sjálfur var svartur að framan og ljós að aftan. Þannig að þegar Cate veifaði græna fóðrinu á rauðum dreglinum þótti mörgum þeir sjá þar palestínska fánann.
Ritjóri Vogue Arabia, Livia Firth, birti mynd af Cate á rauða dreglinum, samfélagsmiðli sínum og virtist telja að leikkonan hefði sýnt samstöðu með Palestínu: „ÉG ELSKA ÞIG CATE. #cannesfilmfesteival þegar dregillinn hefur meiningu,“ skrifaði Firth.
Annar skrifaði: „Cate Blanchett í Jean Paul Gaultier á Cannes kvikmyndahátiðinni 2024. Smáatriðin skipta máli. Goðsögn.“
Aðrir voru þó ekki eins sannfærðir og bentu á að í raun líti kjóllinn út fyrir að vera ljósbleikur að aftan, en ekki hvítur.
Í október var Cate meðal 55 Hollywood-leikara sem skrifuðu undir áskorun til Joe Biden Bandaríkjaforseta, um að ýta á vopnahlé á Gaza.
„Við hvetjum stjórn þína, og alla leiðtoga heimsins, til að heiðra allt líf í landinu helga og hvetja til og greiða fyrir vopnahléi án tafar – bindi enda á loftárásir á Gaza og örugga lausn gísla,“ sagði í bréfinu. Meðal annarra leikara sem skrifuðu undir voru Kristen Stewart, Ramy Youssef, Joaquin Phoenix og Riz Ahmed.
Mánuði síðar hvatti Cate – sem er velvildarsendiherra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR – Evrópuþingið til að véfengja þá „hættulegu goðsögn“ að allir flóttamenn sé á leiðinni til Evrópu.
„Ég er ekki Sýrlendingur. Ég er ekki Úkraínumaður. Ég er ekki Jemeni. Ég er ekki Afgani. Ég er ekki frá Suður-Súdan. Ég er ekki frá Ísrael eða Palestínu,“ sagði hún í upphafi ræðu sinnar. „Ég er ekki stjórnmálamaður. Ég er ekki einu sinni sérfræðingur í málinu. En ég er vitni.“ Og hún hélt áfram: „Og eftir að hafa orðið vitni að mannlegum kostnaði af stríði, ofbeldi og ofsóknum, og heimsótt flóttamenn alls staðar að úr heiminum, get ég ekki litið undan. Ég hvet hvert og eitt ykkar hér í dag til að standa staðfastlega í að ögra hinni hættulegu goðsögn sem er gengur allt of víða og ýtir undir allt of mikinn ótta og fjandskap um að hver einasti flóttamaður sé á leið hingað til Evrópu.