Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Conor McGregor klúðraði kynningu á vöru sinni – Sendi lukkudýr Miami Heat á bráðamóttökuna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kynning Conors McGregor á verkjastillandi spreyi hans misheppnaðist harkalega en hann sendi lukkudýr körfuknattleiksliðsins Miami Heat, á bráðamóttökuna.

Bardagakappinn írski, sem þekktur er fyrir slæma hegðun, birtist á körfuboltavellinum í hléi í miðjum úrslitaleik Miami Heat og Denver Nuggets í NBA-deildinni, til að kynna nýja verkjastillandi spreyið hans. Burnie, sem er lukkudýr Miami Heat kom á völlinn klæddur í skikkju og gyllta boxhanska og þóttist ætla að boxa við McGregor en það var augljóslega sett á svið.

Til að byrja með fíflaðist McGregor með því að spreyja úr brúsa sínum yfir Bernie en svo virðist hafa orðið skammhlaup í heila bardakappans en hann kýldi skyndilega lukkudýrið beint á trýnið, sem lá óvígt eftir á gólfinu. Ekki lét Conor þetta högg duga því hann gekk að höfði Bernie og gaf honum bylmingsfast högg í smettið. Starfmaður í húsinu sást þá draga Conor frá Bernie.

Í því komu þrír starfsmenn sem tóku þátt í auglýsingaatriðinu og veifuðu handklæði yfir andliti lukkudýrsins, eins og stundum er gert í boxi þegar keppendur þurfa andrými. Starfsmennirnir drógu svo Bernie af velllinum á löppunum á meðan McGregor spreyjar aftur yfir lukkudýrið.

Það var ekki fyrr en eftir að Bernie var dreginn af vellinu að það kom í ljós að atriðið gekk of langt. Samkvæmt Sam Amick, NBA-fréttamanni, þurfti maðurinn sem lék Bernie að fara á bráðamóttöku í nálægu sjúkrahúsi, eftir högg hins fyrrverandi UFC-meistara.

Að sögn var manninum gefin verkjalyf en hann hefur nú verið útskrifaður og sleikir sárin heima hjá sér.

Hér má sjá hið misheppnaða auglýsingaatriði:

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -