Kynning Conors McGregor á verkjastillandi spreyi hans misheppnaðist harkalega en hann sendi lukkudýr körfuknattleiksliðsins Miami Heat, á bráðamóttökuna.
Bardagakappinn írski, sem þekktur er fyrir slæma hegðun, birtist á körfuboltavellinum í hléi í miðjum úrslitaleik Miami Heat og Denver Nuggets í NBA-deildinni, til að kynna nýja verkjastillandi spreyið hans. Burnie, sem er lukkudýr Miami Heat kom á völlinn klæddur í skikkju og gyllta boxhanska og þóttist ætla að boxa við McGregor en það var augljóslega sett á svið.
Til að byrja með fíflaðist McGregor með því að spreyja úr brúsa sínum yfir Bernie en svo virðist hafa orðið skammhlaup í heila bardakappans en hann kýldi skyndilega lukkudýrið beint á trýnið, sem lá óvígt eftir á gólfinu. Ekki lét Conor þetta högg duga því hann gekk að höfði Bernie og gaf honum bylmingsfast högg í smettið. Starfmaður í húsinu sást þá draga Conor frá Bernie.
Það var ekki fyrr en eftir að Bernie var dreginn af vellinu að það kom í ljós að atriðið gekk of langt. Samkvæmt Sam Amick, NBA-fréttamanni, þurfti maðurinn sem lék Bernie að fara á bráðamóttöku í nálægu sjúkrahúsi, eftir högg hins fyrrverandi UFC-meistara.
Að sögn var manninum gefin verkjalyf en hann hefur nú verið útskrifaður og sleikir sárin heima hjá sér.
Hér má sjá hið misheppnaða auglýsingaatriði:
During Game 4 of Heat-Nuggets, Conor McGregor punched Burnie — Miami’s mascot — as part of a promotion for McGregor’s pain relief spray.
The hit actually sent the man who plays Burnie to the ER, per @sam_amick.
He’s since been released.pic.twitter.com/AITQnJscrz
— Front Office Sports (@FOS) June 10, 2023