Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.9 C
Reykjavik

Dánarorsök K-Pop stjörnu opinberuð: „Hjörtu okkar eru mjög þung“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dánarorsök K-Pop stjörnunnar Park Boram hefur verið opinberuð.

Aðdáendur fengu hyggðarfréttir í síðasta mánuði þegar K-Pop stjarnan Park Boram lést skyndilega, aðeins þrítug að aldri.

Niðurstöður krufningar á hinni látna söngkonu benda til þess að andlát Park Boram hafi verið vegna bráðrar áfengiseitrunar, en einnig þjáðist hún af fitulifur og lifrarskemmdum, sem geta hafa átt þátt í dauða hennar.

Söngkonan var á einkasamkomu með tveimur vinum 11. apríl síðast liðinn þegar hún fannst meðvitundarlaus inni á baðherbergi. Skýrsla sem lögreglan í Namyangju sendi frá sér leiddi í ljós að Park fór á klósettið um klukkan 21:55 en vinirnir fóru að hafa áhyggjur þegar hún kom ekki út aftur.

Vinur hennar er sagður hafa farið að athuga með hana og fundið hana meðvitundarlausa yfir vaskinum. Vinir söngkonunnar eru sagðir hafa hringt strax í neyðarlínuna og reynt að framkvæma endurlífgun á Park áður en viðbragðsaðilar komu á vettvang. Hún var flutt á Hanyang Guri háskólasjúkrahúsið en úrskurðuð látin klukkan 23.17.

Í apríl gaf umboðsskrifstofa Park Boram út yfirlýsingu sem hljóðaði eftirfarandi: „Park Boram yfirgaf okkur skyndilega seint að kvöldi 11. apríl. Hjörtu okkar eru mjög þung þegar við sendum aðdáendum hennar þessar fréttir. Boðað verður til vöku og jarðarfarar eftir viðræður við fjölskyldu söngkonunnar.“

- Auglýsing -

Park Boram varð fræg mjög ung að árum, árið 2010 eftir að hún kom fram í Suður-kóresku söngkeppninni Superstar K2. Söngkonan endaði í topp átta og fjórum árum síðar gaf hún út sitt fyrsta lag.

Mirror sagði frá málinu.

Hér er eitt af lögum Park:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -