Talið er að Love Island-stjarnan Paul Danan hafi látist eftir að hann „rann og féll“ í lúxusíbúð nálægt Bristol, samkvæmt breskum fjölmiðlum.
Tilkynnt var um andlát hins 46 ára gamla leikara á fimmtudaginn síðastliðinn, þar sem umboðsskrifstofa hans deildi yfirlýsingu og heiðruðu Paul sem var sagður hafa verið „leiðarljós“. Í yfirlýsingu sagði meðal annars: „Það er með sorg í hjarta sem við deilum hörmulegum fréttum af andláti @pauldanan sem var aðeins 46 ára gamall.“
Sjá einnig: Love Island-stjarna látin aðeins 46 ára – Þjáðist af gríðarlegri rafrettufíkn
Nú hefur því verið haldið fram að nágrannar hafi sagt að sjúkrabíll hafi verið kallaður að lúxusíbúð nálægt Bristol á miðvikudagskvöldið. Daily Mail greinir frá því að sjónvarpsstjarnan, sem var þekktust fyrir hlutverk sitt sem Sol Patrick í Hollyoaks, „rann og féll“ í hræðilegu slysi. The Mirror hefur leitað til forsvarsmanna Pauls til að fá athugasemdir.
Fyrr í vikunni gaf Avon og Somerset-lögreglan út tilkynningu um andlát Love Island-stjörnunnar. Hún sagði í yfirlýsingu: „Lögreglumenn sóttu heimili í Brislington, Bristol, um klukkan 17:20 í gær (miðvikudaginn 15. janúar) þar sem því miður var karlmaður á fertugsaldri úrskurðaður látinn af sjúkraflutningamönnum. „Fjölskylda hans hefur verið látin vita og hugur okkar er hjá þeim. Þeir hafa beðið fólk um að virða friðhelgi einkalífsins á þessum ótrúlega erfiða tíma. Ekki er talið að dauða hans hafi borið að með grunsamlegum hætti.“
Sex mánuðum fyrir hið hörmulega andlát komst Paul nálægt dauðanum þegar hann veiktist af öndunarbilun sem hann sagði vera vegna fíknar hans í rafrettur.
Paul endaði á gjörgæslu og var einnig meðhöndlaður vegna lungnabólgu á meðan hann dvaldi á Whipps Cross-sjúkrahúsinu. Læknirinn gaf stjörnunni harða viðvörun og sagði Paul að hann gæti endað á súrefniskút ef hann reykti aftur.