Nýjar upplýsingar um dularfullan dauðdaga fyrirsætunnar Maleesa Mooney, hafa nú verið kunngjörðar.
Nærri mánuði eftir að lík hinnar 31 árs Maleesu Mooney, fannst í miðbæjaríbúð hennar í Los Angeles, hefur læknadeild L.A.-sýslu komist að þeirri niðurstöðu að hún hafi látist vegna áverka sem henni hafi verið veittir.
Sjá einnig: Tvær fyrirsætur myrtar með tveggja daga millibili: „Ég vil einhver svör því dóttir mín er farin“
Maleesa, módel og fasteignasali, var komin tvo mánuði á leið er hún lést, samkvæmt systur hennar, Jourdin Pauline, sem er poppstjarna frá Gvæjana. „Ég get ekki ímyndað mér hvað systir mín gekk í gegnum,“ sagði Jourdin í viðtali við KTLA þann 4. október. „Og það særir mig bara að hugsa um það.“
Lögreglan var beðin um að gera velferðarathugun á Maleesu þann 12. september, að beiðni fjölskyldu hennar sem hafði ekki heyrt frá henni í einhverja daga. Bailey Babb, frændi hennar sagði í viðtali við KTLA í síðast mánuði að fjölskyldan hafi skynjað að eitthvað væri að. „Þegar vika var liðin, vissum við að eitthvað var ekki í lagi. Skilaboðin til hennar voru ekki að komast til hennar og við vissum að eitthvað var að því við eigum öll í sérstöku sambandi við Maleesu.“
Enginn hefur enn verið handtekin en rannsóknin er í fullu gangi.
An arrest has not been made and an investigation is ongoing.
Lík Mooney fannst tveimur dögum eftir að annað módel, Nichole Coats fannst látin í íbúð sinni í miðbæ Los Angeles. Lögreglan telur þó að málin tengist ekki.
E News! sagði frá málinu.