Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Dánarorsök Ólympíuverðlaunahafa afhjúpuð: „Tori var á toppi heimsins þar til hún var það ekki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dánarorsök Tori Bowie hefur verið kunngjörð en hún lést fyrir mánuði aðeins 32 ára að aldri. Var hún komin átta mánuði á leið.

Tory, sem vann þrenn verðlaun fyrir Bandaríkin á Ólympíuleikunum árið 2016, lést af völdum vandkvæða sem komu upp við fæðingu en hún lést á heimili sínu í Flórída 2. maí síðastliðinn. Fram kemur í krufningaskýrslunni að hún hefði verið komin átta mánuði á leið og hefði verið byrjuð að fæða er hún lést.

Lík Bowie fannst þann 2. maí eftir að lögreglan í Orange sýslu var beðin um að framkvæma velferðarathugun á íþróttakonunni en ekki hafði þá heyrst frá henni í nokkra daga, samkvæmt talsmanni lögreglunnar. Talsmaðurinn sagði að lögreglan hafi ekki fundið nein merki um eitthvað grunsamlegt á vettvangi.

Umborðsskrifsstofa frjálsíþróttastjörnunnar staðfest andlátið degi seinna, en í Instagram-tilkynningunni stóð meðal annars: „Við misstum viðskiptavin, kæran vin, dóttur og systur. Tori var meistari… leiðarljós sem skein svo skært!“

Sex árum fyrir andlátið, vann Bowie gullverðlaun í 4×100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Rio De Janeiro árið 2016, ásamt liðsfélögum hennar, Tianna Bartoletta, Allyson Felix og English Gardner. Þá vann hún einnig silfrið í 100 metra spretthlaupi og brons í 200 metra spretthlaupi á sömu Ólympíuleikum.

Jarðarför Bowie var haldin 12 maí í Mississippi þar sem hún var syrgð af fjölskyldu sinni og nánum vinum.

- Auglýsing -

„Nokkrar manneskjur voru beðnar að tala um Tori í jarðaförinni á laugardaginn og í hvert skipti sem talað var um hlaupaminningu, hugsaði ég „Ég var þar“,“ sagði Bartoletta á Instagram. „Tori var á toppi heimsins þar til hún var það ekki, ég var það líka. Við stóðum bókstaflega þar saman.“

Bartoletta deildi því að Bowie hafi „átt erfitt utan hlaupabrautarinnar“ og hafi í síauknu mæli „einangrað sig“. Hin 37 ára hlaupastjarna hélt áfram: „Ég er þakklát fyrir að hafa náð sambandi við hana aftur þegar ég sá hana síðast. Og mér fannst að ég þyrfti að vera með henni aftur. Ég hafði aðeins einu sinni áður komið til Mississippi en ég mundi ekki eftir því. En ég mun seint gleyma þessari ferð. Og ég mun aldrei gleyma Tori.“

E News! fjallaði um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -