Mánudagur 13. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Dánarorsök Robbie Coltrane kunngjörð – Sex mismunandi heilsukvillar drógu hann til dauða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gríngoðsögnin Robbie Coltrane lést á dögunum aðeins 72 ára gamall, líkt og fram kom í fréttum. Dánarorsökin hafa nú verið kunngjörð en talað er um sex ástæður fyrir andlátinu.

Harry Potter stjarnan hafði um tíma glímt við heilsubresti, meðal annars sykursýki og offitu. Þá átti fjöllíffærabilun stóran þátt í dauða leikarans. Kemur þetta fram í frétt Mirror.

Robbie, sem dáður er fyrir bæði leik sinn og húmor, lést eins og fyrr segir aðeins 72 ára að aldri. Á dánarvottorði hans kemur fram bæði listamannanafn hans sem og skírnarnafn hans, Anthony Robert McMillan. Leikarinn tók upp nafnið Coltrane á áttunda áratug síðustu aldar til heiðurs djasssaxafónleikaranum John Coltrane.

Fyrir utan sykursýkina, ofþyngdina og fjöllíffærabilunina, var það blóðsýking sem átti þátt í andláti hans en hún olli miklum viðbrögðum um allan líkamann, sýkingu í neðri öndunarvegi og hjartablokk.

Hjartablokk á sér stað þegar rafboðin sem stjórna hjartslætti þínum seinka eða stíflast.

Það var fyrrverandi eiginkona Robbie, Pilates-kennarinn Rhona Gemmell, sem tilkynnti um andlát hans en þau höfðu haldið í vinskapinn eftir skilnaðinn.

- Auglýsing -

Robbie, sem var tveggja barna faðir, var einn ástsælasti gamanleikari Bretlands en hann lék einnig í dramamyndum á borð við Mona Lisa ásamt Bob Hoskins og James Bond myndunum Golden Eye og The World Is Not Enough. Þá lék hann einnig í grínmyndinni Nuns on a Run og Harry Potter myndunum en þar lék hann risann góðviljaða, Hagrid, svo eitthvað sé nefnt.

Meðal þeirra sem minntust Robbie eftir andlátið voru grínistarnir Stephen Fry, Hugh Laurie og Tony Robinson ásamt höfundi Harry Potter bókanna, JK Rowling.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -