Þriðjudagur 29. október, 2024
6.4 C
Reykjavik

Danskur karlmaður ákærður fyrir morðið á sautján ára stúlku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Danskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir morðið á sautján ára gömlu Emilie Meng. Þetta kemur fram í yfirlýsingunni frá lögreglunni í Lolland-Falster en maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa brotið gegn tveimur öðrum ungum stúlkum. Emilie fannst látin í stöðuvatni á Sjálandi þann 24. desember árið 2016 en hennar hafði verið saknað í fimm mánuði áður en hún fannst. Þá hefur komið fram í yfirlýsingu frá lögreglunni að stúlkunni hafi verið nauðgað.

Rannsókn málsins gekk erfiðlega þar til um vorið árið 2023 þegar 32 ára gamall karlmaður var handtekinn fyrir að nema þrettán ára stúlku á brott. Stúlkan fannst á heimili mannsins þar sem hann hafði brotið á henni kynferðislega. Maðurinn hefur lýst yfir sakleysi í máli Emilie en játar að hafa numið þrettán ára stúlkuna á brott í fyrra vor.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -