Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Demókratar moka inn peningum en Trump á fjársjóð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Efstu einstaklingarnir í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum áttu góðan sprett í fjáröflun á síðasta ársfjórðungi 2019 og söfnuðu meira en 115 milljónum dala. Á sama tíma bættust 46 milljónir dala í stríðskistur sitjandi forseta, Donald Trump.

Það þykir nokkuð óvenjulegt hversu vel forsetaefnunum tókst til við fjáröflunina síðust þrjá mánuði en það hefur sjaldan gerst að svo margir fari inn í forvalið jafn vel fjármagnaðir.

Bernie Sanders safnaði 34,5 milljónum dala, Pete Buttigieg 24,7 milljónum, Joe Biden 22,7 milljónum og Elizabeth Warren 21,2 milljónum. Frumkvöðullinn Andrew Yang, sem var svo til óþekktur fyrir ári síðan, safnaði 16,5 milljónum dala.

Sérfróðir segja góðar fréttir og slæmar felast í hinum góða árangri; það þykir til marks um mikinn baráttuanda meðal demókrata hversu vel hefur til tekist við fjáröflunina en á sama tíma mun þetta verða til þess að það lengist heldur í kosningabaráttunni. Það þýðir að forsetaefnin munu verja lengri tíma í að berjast innbyrðis en skemmri tíma í að einblína á Trump.

Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum er Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, fremstur í kapphlaupinu með 27% atkvæða. Sanders kemur næstur með 19%, þá Warren með 16%, Buttigieg með 9% og Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, með 5%.

Bloomberg fjármagnar kosningabaráttu sína með eigin fé en Sanders og Warren hafa farið þá leið að halda enga stóra fjáröflunarviðburði og reiða sig þess í stað á framlög frá grasrótinni.

- Auglýsing -

Verða að hafa vit á því að hætta

New York Times hefur eftir Hakeem Jeffries, einum af leiðtogum demókrata í neðri deild þingsins, að sá tími muni koma að einn frambjóðendanna taki ótvíræða forystu og þá verði hinir að draga sig í hlé, þrátt fyrir að eiga enn peninga í bankanum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti.

Hann sagði flokkinn ekki mega við vanþroska viðbrögðum á borð við þau að pakka saman ef uppáhalds forsetaefnið fær ekki brautargengi. „Það er þannig sem við enduðum með Donald Trump í fyrra skiptið,“ sagði Jeffries og var líklega að vísa til stuðningsmanna Sanders sem fóru í mikla fýlu eftir að Hillary Clinton hlaut útnefninguna 2016.

- Auglýsing -

Forsetaefnum demókrata hefur nú fækkað úr 28 í 14 en þrír eru í framboði fyrir repúblikana. Trump situr á feitum sjóðum; eigin kosningasjóði sem telur 102 milljónir dala og svo tugmilljónum í kosningakistum repúblikana.

Samanlagt söfnuðu kosningamaskínur Trump og repúblikana 125 milljónum dala á þriðja ársfjórðungi og stóðu væntingar til þess að enn meira myndi skila sér á síðasta fjórðungnum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -