Íshokkídómarinn Mitch Dunning slapp betur en áhorfðist þegar leikmaðurinn Josh Manson klessti á hann í miðjum leik í gær í NHL-deildinni.
Eftir höggið gat Dunning ekki staðið aftur upp og lá á ísnum hreyfingarlaus í smástund þar til honum barst aðstoð. Eftir ástandsskoðun á ísnum var ákveðið að flytja hann á næsta sjúkrahús þar sem hann var skoðaður vel og vandlega. Í yfirlýsingu NHL-deildarinnar segir að Dunning hafi komið vel út úr læknisskoðun en hann var sjálfur atvinnumaður í íshokkí á sínum yngri árum
Leikurinn sem var á milli Colorado Avalanche og Philadelphia Flyers var gífurlega spennandi og endaði hann með 3-2 sigri Avalanche en leiknum var haldið áfram þrátt fyrir að einn dómara vantaði.
l’arbitre Mitch Dunning est rentré en collision avec Josh Manson est semble durement touché 😮
Il est sorti en civière. pic.twitter.com/TEJiC1KYVE— Jeudepuissance (@jeudepuissance) November 19, 2024