„Við munum girða af landamærin ,“ sagði Donald Trump í sigurræðu sinni í Flórída fyrir skömmu. Hann sagði að Bandaríkjamenn væru að upplifa stórkostlega tíma og lofaði að Bandaríkin yrðu stórkostleg aftur. Fyrir liggur að Trump er að vinna stórsigur og mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar 2025.
Í ræðu sinni notaði hann þekkta frasa úr kosningabaráttunni. Hann þakkað auðjöfrinum Elon Musk sem lagði himinhára upphæðir til baráttunnar. Þá lofaði Trump að enda stríðið í Úkraínu og Ísrael án þess þó að tilgreina hvernig.
Tump ræddi um samband sitt við guð sem hann sagði að hefði hlíft sér eftir banatilræðið. Hann sagði Bandaríkin verða öruggari, ríkari og sterkari en nokkru sinni fyrr og sagði að lýpðræðið hefði sigrað.