Eftir að Trump hélt ræðu um allt frá TikTok til innflytjendamál og fleira, bauð hann diskóstuðboltunum úr Village People á sviðið. Á meðan strákarnir tóku Y.M.C.A. tók Trump sinn fræga „Trump dans“ á miðju sviðinu þó eflaust séu skiptar skoðanir um það hvort flokka megi hreyfingar hans sem dans.
Þátttaka Village People í sigurhátíðinni er ekki óumdeild en margir hafa gagnrýnt bandið fyrir að styðja Trump með því að koma fram fyrir hann. Hljómsveitin hefur hins vegar sagt það rangt, þar sem tónlist sé ópólitísk.
Fleiri stigu á svið á hátíðinni en Elon Musk var einn þeirra sem hélt stutta ræðu. Elon, sem fékk fylgd á sviðið frá syni sínum, X-Æ-12, sem hann kallar X, virtist nokkuð hissa á að hann þyrfti að halda ræðu. Að lokum flutta hann þó stutta ræðu um breytingar sem hann mun stuðla að sem yfirmaður hagræðingardeildar ríkisins.
Hér má sjá „dansandi“ Trump: