Mánudagur 20. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Donald Trump steig „dans“ með Village People – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Donald Trump, nýr forseti Bandaríkjanna, sýndi sína bestu danstakta á sigurhátíð sinni í gær, á meðan Village People tók slagara sinn Y.M.C.A.

Eftir að Trump hélt ræðu um allt frá TikTok til innflytjendamál og fleira, bauð hann diskóstuðboltunum úr Village People á sviðið. Á meðan strákarnir tóku Y.M.C.A. tók Trump sinn fræga „Trump dans“ á miðju sviðinu þó eflaust séu skiptar skoðanir um það hvort flokka megi hreyfingar hans sem dans.

Forsetinn virtist hinn ánægðasti með framkomu stuðboltanna en hann tók í spaðann á hljómsveitarmeðlimum bæði fyrir og eftir að þeir tóku lagið.

Þátttaka Village People í sigurhátíðinni er ekki óumdeild en margir hafa gagnrýnt bandið fyrir að styðja Trump með því að koma fram fyrir hann. Hljómsveitin hefur hins vegar sagt það rangt, þar sem tónlist sé ópólitísk.

Fleiri stigu á svið á hátíðinni en Elon Musk var einn þeirra sem hélt stutta ræðu. Elon, sem fékk fylgd á sviðið frá syni sínum, X-Æ-12, sem hann kallar X, virtist nokkuð hissa á að hann þyrfti að halda ræðu. Að lokum flutta hann þó stutta ræðu um breytingar sem hann mun stuðla að sem yfirmaður hagræðingardeildar ríkisins.

Hér má sjá „dansandi“ Trump:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -