Mánudagur 4. nóvember, 2024
9.8 C
Reykjavik

Drengirnir fjórir fundust látnir: „Ég vona að þú vitir hversu mikið ég elska þig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Drengirnir fjórir sem lögreglan í Norður-Wales hafði leitað að síðan á mánudag eru látnir. Mannlíf fjallaði um hvarf vinanna Jevon Hirst, 16, Harvey Owen, 17, Wilf Henderson, 17, og Hugo Morris, 18, í gær en ekkert hafði spurst til þeirra síðan á sunnudagsmorgun. Vinirnir höfðu lagt af stað í útilegu og ætluðu sér að vera komnir heim á mánudag. Þegar ekkert hafði spurst til þeirra og ekki náðist í farsíma neins þeirra var farið af stað að leita af drengjunum ungu.

Í gær barst lögreglu ábending frá vegfaranda sem hafði orðið var við bifreið sem lá á hvolfi út í á nærri bænum Tremadog. Þegar lögregla kom á vettvang fundust vinirnir fjórir innan í bifreiðinni og voru þeir úrskurðaðir látnir. Þá hefur lögregla greint frá því að líklega hafi bíllinn runnið til í hálku á veginum og endað út í á með skelfilegum afleiðingum.

Drengirnir fjórir

„Mér líður eins og ég sé í martröð sem ég vildi að ég gæti vaknað af en ég er það ekki. Ég vildi bara segja að ég kann að meta góðmennsku fólks en ekkert magn skilaboða hjálpa mér að sigrast á þessu. Ekkert mun láta þessa martröð hverfa,“ skrifaði móðir eins drengjanna á Facebook-síðu sína í gær. Þá minntist kærasta Wilfs minningarorð um drenginn: „Ljúfasti og elskulegasti strákur sem ég hef kynnst. Ég vona að þú vitir hversu mikið ég elska þig, yndi. Þakka þér fyrir allan tímann sem þú hefur eytt með mér… takk fyrir að elska mig endalaust. Ég lofa að gera það sama fyrir þig, ljúfi, ljúfi engillinn minn.“
Drengirnir voru allir nemendur við Shrewsburty Colleges Group og hafa skólastjórnendur sent vinum og fjölskyldum samúðarkveðjur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -