Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Drónar suða stöðugt yfir Dr. Mads Gilbert: „Þau eru hin hugrökku sem berjast fyrir mennsku okkar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Norski læknirinn Mads Gilbert segir að nú sé kominn tími fyrir fólk að vakna af og vera réttu meginn í sögunni en hann er staddur í Suður-Líbanon þar sem hann starfar á sjúkrahúsi sem tekur á móti slösuðu fólki eftir árásir Ísraelshers.

Í myndbandi sem Dr. Mads Gilbert birti í gær á samfélagsmiðlum sínum, má heyra hávært suð úr drónum Ísraelshers sem hann kallar „Hljóðið í nýlenduhernámi“.

„Svona er hljóðið í nýlenduhernámi, í Suður-Líbanon,“ segir læknirinn hugrakki í myndbandinu og heldur áfram: „Hinir ávalt nálægu drónar. Drápsdrónarnir, eftirlitsdrónarnir og óþægindadrónarnir. Allar týpur dróna sem gera fólki lífið leitt, sem drepur fólk og heldur fólki kúguðu. Þeir eru út um allt. Þeir eru á Gaza, á Vesturbakkanum og hér í Líbanon. Þetta er hljóðið í nýlenduhernáminu, þetta er hljóðið í nýlendurasisma því enginn á Vesturhvelinu myndi sætta sig við þetta. Og þessi drónar trufla ekki aðeins fólk hér í Suður-Líbanon, þeir skjóta til að drepa. Drónastjórnendurnir í Síonísta-Ísrael, þeir sjá allt sem þeir miða á. Þeir sjá mun á karli og konu, barni og fullorðnum, bardagamanni og borgara. Þeir vita hverja þeir skjóta. Í dag fengum við inn saklausa borgara sem höfðu verið skotnir. Í gær er sömu sögu að segja.“

Mads bætir við: „Ég held að fólkið í Vestrinu viti ekki nákvæmlega hversu algjör kúgunin og hernámið Ísraela er, fyrir fólkið í Líbanon, fyrir fólkið í Palestínu. Það er kominn tími til að vakna, fólk. Það er kominn tími til að vera réttu meginn í mannkynssögunni. Það er kominn tími á að krefja ríkisstjórnir ykkar um að hætta að vopnavæða Ísrael. Hætta að styrkja Ísrael peningalega, beint eða óbeint. Og að það sé massív alþjóðleg hreyfing um að einangra, blokka og sniðganga Ísrael, því það er eina tungumálið sem þeir skilja, það er afl. Þetta er afl (segir Mads og bendir í átt til drónanna), en röngu meginn. Þannig að virkið ykkur, gerið meira og standið í samstöðu með fólkinu í Líbanon og fólkinu í Palestínu. Þau eru hin hugrökku sem berjast fyrir mennsku okkar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -