Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

Dularfull talskilaboð opnuðu rannsókn á hvarfi Madaleine upp á gátt: „Hún öskraði ekki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rannsóknarlögreglumaður hjá Met lögreglunni í Lundunúm sagði í dag frá því að skriður hafi loks komist á mál Madaleine McCann árið 2017, þegar talhólfsskilaboð bárust Scotland Yard lögreglunni.

Madeleine McCann

Mark Draycott er fyrsti lögreglumaðurinn til að svara spurningum fyrir dómstólum um hvarf stúlkunnar árið 2007. Hann hefur unnið að aðgerðinni sem kallast Grange, en það er 13 milljóna punda rannsóknin á Madeleine-málinu, frá því hún hófst árið 2011. Draycott, 49 ára, var kallaður til af verjendum til að gefa vitni í réttarhöldunum yfir dæmda barnaníðingnum Christian Brueckner.

Það var árið 2020 sem saksóknari gaf Þjóðverjandum stöðu grunaðs í hvarfi Madeleine. Fyrrverandi vinur Brueckner, Helge Busching, sem þekkti hann á Algarve um mitt árið 2000, lét Scotland Yard árið 2017 af grunsemd sinni.

Hann hélt því fram að Þjóðverjinn hafi sagt honum í samtali að „hún hafi ekki öskrað“ þegar þeir félagar ræddi hvarf hennar. Draycott sagði fyrir rétti í Braunschweig að upprunalega ábendingin hafi verið lesin inn á símsvara Scotland Yard í maí 2017.

„Þá vorum við enn með opinbert símanúmer sem var birt um allan heim,“ sagði hann. Almenningur gat hringt og gefið upplýsingar í tengslum við Grange-aðgerðina, rannsóknina á hvarfi Madeleine McCann. Eitt af verkum mínum var að athuga símsvörunarskilaboðin. Þann 18. maí skoðaði ég símann og þar biðu skilaboð.

„Þetta var frá karlmanni af rödd hans að dæma, hann talaði góða ensku og bað um að fá að tala við David Edgar (einkaspæjari). Hann sagðist hafa upplýsingar og hann skildi eftir grískt farsímanúmer. Ég hringdi síðan í þetta gríska farsímanúmer og talaði við karlmann sem ég veit núna að er Helge Lars Busching. Hann vísaði til sjálfs sín sem Lars og hann gaf upplýsingar í tengslum við rannsókn á máli Madeleine McCann.

- Auglýsing -

Draycott deildi upplýsingunum með þýskum og portúgölskum yfirvöldum, sem varð til þess rannsókn hófst á Brueckner. Hann var hluti af Scotland Yard teymi sem flaug til Aþenu nokkrum dögum síðar til að yfirheyra Busching í fullri leynd. Viðtalið fór fram á hóteli – eftir að tækjabúnaður var fengið á staðinn að athuga hvort hlerunarbúnaður væru til staðar.

Busching hafði verið sleppt úr grísku fangelsi nokkrum vikum áður og var á skilorði á þeim tíma. „Við töluðum við hann í tvo daga og hann gaf okkur upplýsingar í tengslum við Madeleine McCann málið,“ sagði Draycott lögreglufulltrúi. „Á því stigi vildi hann ekki gefa okkur yfirlýsingu.

„Þegar rannsóknin hélt áfram vildi hann endilega gefa bresku lögreglunni yfirlýsingu. Hann sagðist hafa átt samtal við Christian á Orgiva-hátíðinni árið 2008. Það samtal var í tengslum við Grange-aðgerðina. Ég get ekki talað um það.“

- Auglýsing -

Aðspurður af dómaranum hvort Busching hafi verið gefin einhver „loforð“ af rannsóknarlögreglumönnum svaraði Draycott: „Við lofum ekki vitnum. Við borgum aldrei vitni fyrir upplýsingar. Við borgum kannski einhver útgjöld og við gerðum það í þessu tilfelli. Við borguðum 35 evrur fyrir hann svo hann kæmist til Aþenu til að hitta okkur og við kostuðum ferðina til baka, þangað sem hann bjó í Grikklandi. Við bókuðum líka ódýrt hótel fyrir hann á meðan hann var í Aþenu.“

Draycott sagði að Busching hafi flogið til London í febrúar 2018 til að gefa formlega yfirlýsingu hjá Scotland Yard. „Þessi yfirlýsing hafði þegar verið unnin fyrirfram að vissu marki vegna upplýsinganna sem hann hafði veitt,“ sagði hann. „Yfirlýsingin var skrifuð á ensku. Busching fékk tækifæri til að fara yfir yfirlýsinguna og hann skrifaði undir pappíra þess efnis. Hann hafði þýskan túlk viðstaddan allan tímann. Þessi yfirlýsing var þýdd á þýsku og einnig portúgölsku og deilt með samstarfsmönnum okkar í viðkomandi löndum.“

Hann sagði að Busching hafi verið illa haldinn þegar yfirlýsingin var tekin – en hann var staðráðinn í að aðstoða lögreglu við að rannsaka hvarf Madeleine. „Hann kvartaði yfir því að líða ekki vel. Hann sagðist hafa borðað eitthvað grunsamlegt,“ sagði Draycott. „En hann var ánægður með að yfirlýsingin væri tekin. Hann var aðeins hjá okkur í nokkra klukkutíma. Hann hafði ferðast um langan veg og vildi samt hjálpa lögreglunni.

Scotland Yard var, undir stjórn Theresu May, þáverandi innanríkisráðherra, beðið um að taka yfir rannsóknini á hvarfi Madeleine árið 2011. Síðan þá hefur lögreglan fengið meira en 13 milljónir punda í fjármögnun fyrir Grange-aðgerðina frá stjórnvöldum. Í síðasta mánuði sótti Scotland Yard um frekari styrk upp á 100.000 punda, sem búist er við að verði samþykkt.

Brueckner, 48 ára, er ákærður fyrir að hafa framið fjölda kynferðisárása í Portúgal á árunum 2000 til 2017. Hann er ákærður fyrir að hafa nauðgað írskum ferðafulltrúa, unglingsstúlku og eldri konu í sumarbústað hennar. Þjóðverjinn er einnig talinn hafa berað sig fyrir þýskri stúlku á strönd einni sem og hópi barna á leikvelli.

Madeleine var í fjölskyldufríi í Praia da Luz þar sem hún hvarf í maí 2007. Brueckner neitar að hafa átt þátt í hvarfi hennar.

Hann var fangelsaður árið 2019 fyrir naugðun á eldri borgara og dæmdur í sjö ára fangelsi. Réttarhöldin halda áfram.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -