Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Dwight Howard segist hafa verið neyddur til að eyða tvíti um Palestínu: „Ég synti á móti straumnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrum NBA stjarnan Dwight Howard segir að honum hafi verið gert að eyða tístinu „Free Palestine“ árið 2014.

Framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambandsins (e. NBA) hringdi innan tíu mínútna og skipaði íþróttamanninum að fjarlægja færsluna, segir Howard við hlaðvarpsstjórnanda og bætti við: „Ég var að synda á móti straumnum“.

Fyrrum NBA stjarnan Dwight Howard sagði í hlaðvarpiviðtali á þriðjudag að eftir að hafa birt orðin „Free Palestine“ á Twitter-reikninginn sinn árið 2014, hafi hann strax drukknað í símtölum þar sem honum var skipað að taka færsluna niður, þar á meðal eitt frá framkvæmdastjóra NBA deildarinnar. 

„Fyrir nokkrum árum, þegar ég spilaði fyrir Houston Rockets, tísti ég „Free Palestine,“ og ég var nálægt því að vera rekinn út úr deildinni fyrir það,“ sagði Howard við hlaðvarpsstjórnandann ​​Ray Daniels, sem dæmi um það sem hann sagði vera „ fullt af hlutum“ sem NBA-leikmaður verði að bíta sig í tunguna útaf opinberlega.

Hinn 39 ára gamli íþróttamaður sagði hlaðvarpsstjórnandanum að hann hefði átt langt samtal við nokkra palestínska aðdáendur í Houston og vildi lýsa yfir stuðningi sínum við samfélag þeirra.

„Þeir báðu mig um að vekja athygli á því sem er að gerast í landi þeirra,“ sagði hann og bætti við, „Ég vil að fólk viti hvaða baráttu þið eigið í. Mér finnst það ekki rangt. Svo ég tísti „Frjáls Palestína“.

- Auglýsing -

„Minna en 10 mínútum eftir að ég tísti þessu, fæ ég símtal frá framkvæmdastjóra NBA, umboðsmönnum, fólki sem starfaði með stofnuninni minni á þeim tíma: „Þú verður að eyða þessu tísti, þú verður að taka þetta niður,“ og og ég var bara: „Hvað gerði ég sem var svona slæmt?“ hélt Howard áfram.

„Ég synti á móti straumnum, ég sagði eitthvað sem fólki líkaði ekki,“ sagði hann til skýringar.

„Fólki líkaði þetta ekki, ÞEIM líkaði ekki,“ sagði hlaðvarpsstjórinn. Ekki var strax ljóst hvern hann átti við en mögulega átti hann við stjórnvöld í Ísrael.

„Þegar þú ert í deildinni muntu lenda á þeim stað þar sem ef ég segi of mikið, ef ég segi eitthvað, þá hef ég kannski ekki lengur vinnu. Ég verð að bíta í tunguna á mér, og það er erfitt að gera,“ sagði Howard.

- Auglýsing -

Frásögnin tengist færslu frá Howard fyrir meira en áratug, í stríðinu árið 2014 milli Ísraels og Hamas á Gaza.

Þrátt fyrir að upprunalega færslunni hafi verið eytt, birti Howard stuttu síðar afsökunarbeiðni þar sem sagði: „Fyrra tístið voru mistök. Ég hef aldrei tjáð mig um alþjóðastjórnmál og mun aldrei gera það,“ og „Ég biðst afsökunar ef ég móðgaði einhvern með fyrra tístinu mínu, það voru mistök!“.

Atvikið, sem fjallað var um á þeim tíma í fjölmiðlum, var ekki síðasta skiptið þar sem Howards olli deilum vegna tísts sem varðaði alþjóðamál.

Í maí 2023 baðst Howard afsökunar eftir að hafa heimsótt Taívan og sagst í auglýsingu hafa öðlast „glænýja velþóknun á þessu landi,“ eftir að hann fékk viðbrögð frá kínverskum þjóðernissinnum sem neita að viðurkenna eyþjóðina sem sjálfstæða.

„Þaðan sem ég er, ef ég segi „Ég vil fara til landsins,“ þýðir það ekki að þessi staður sé land. Það er bara hvernig við tölum,“ sagði hann á eftir. „Ef ég móðgaði einhvern í Kína biðst ég afsökunar. Það var ekki ætlun mín að skaða neinn með því sem ég sagði í auglýsingunni.“

Howard leikur nú í tælensku körfuboltadeildinni með liðinu Taoyuan Leopards en hann á hlut í deildinni.

Hér má sjá hlaðvarpsviðtalið í heild sinn:

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -