Barnahjálp sameinuðu þjóðanna segja að meira en 1.000 palestínsk börn hafi misst útlim í árásum Ísraela frá 7. október.
Al Jazeera segir að UNICEF hafi rætt við tvö lítil börn á Gaza sem misst höfðu útlimi og þurfa að bera þau sár ævina á enda.
Átta ára stúlka að nafni Shaimaa sagði að hús fjölskyldunnar sem bjó við hliðinni á húsi hennar fjölskyldu, hefði verið sprengt og að hún hafi misst handlegg, frá olnboga, í árásinni. Á leiðinni á sjúkrahús féll önnur sprengja og hún missti fótlegg.
„Ég vildi að hönd mín og fótur kæmu aftur því ég vil leika mér á ný með krökkunum,“ sagði Shaimaa, sem langar að verða blaðakona.
Yfir 25.000 manns hafa verið drepnir í árásum Ísraelshers á Gasa frá 7. október, þar af um 10.000 börn.