Fimmtudagur 16. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Eiginkona knattspyrnuleikmanns á gjörgæslu eftir fæðingu fjórða barnsins: „Hún er í góðum höndum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrum leikmaður liðanna Chealsea og Real Madrid, Alvaro Morata, eignaðist sitt fjórða barn á dögunum með eiginkonu sinni, Alice Campello. Móðirin liggur illa haldin á gjörgæsludeild eftir fæðinguna.

 Alvaro tilkynnti komu dóttur þeirra á Instagram og fékk hún nafnið Bella. Hann segir fæðinguna hafa gengið vel. „Bella kom í heiminn þann níunda, hún er yndisleg. Mamman átti góða fæðingu en því miður fór eitthvað úrskeiðis eftir á og við óttuðumst um líf hennar. Hún er sterk og er hægt og rólega að ná bata. Hún er á gjörgæslu og í góðum höndum frábærra lækna,“ sagði leikmaðurinn á Instagram en hann segist ekki ætla að gefa nánari skýringar á ástandi eiginkonu sinnar.

Hjónin eiga saman þrjá eldri syni, tvíburana Alessandro og Leandro, fjögurra ára og hinn tveggja ára Edoardo.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -