Föstudagur 6. september, 2024
10.5 C
Reykjavik

Eiginkona og tvær dætur íþróttafréttamanns BBC myrtar í lásbogaárás: „Hugur okkar er með John“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eiginkona og tvær dætur kappakstursþular BBC voru myrtar í lásbogaárás en meintur gerandi hefur verið handtekinn.

Breska lögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa drepið þrjár konur með lásaboga en um er að ræða eiginkonu John Hunt, kappakstursþular BBC og tvær dætur þeirra.

Yfirvöld fundu hinn grunaða, Kyle Clifford, 26 ára, nærri Enfield í gær, eftir að leit var sett af stað eftir að Carol Hunt, 61 árs, og dætur hennar Hannah, 28 ára og Louise, 25 ára, fundust látnar á heimili þeirra í Hertfordskíri í norður Lundúnum, samkvæmt Sky News.

Upptökur úr lofti frá miðlinum sýna lögreglu bera Clifford á börum í kirkjugarði.

„Hann er í læknismeðferð þar sem hann fannst með áverka,“ sagði lögreglustjórinn í Hertfordskíri í yfirlýsingu. „Engum skotum var hleypt af af lögreglunni.“

Rannsóknarlögreglukonan Justine Jenkins bætti við: „Eftir umfangsmikla leit hefur hinn grunaði verið fundinn og ekki er annars leitað í tengslum við rannsóknina að svo stöddu“

- Auglýsing -

Í yfirlýsingu lögreglunnar kom einnig fram að hún teldi að sá grunaði „þekkti fórnarlömbin“.

Að kvöldi 9. júlí voru fyrstu viðbragðsaðilar kallaðir á heimili Hunt-fjölskyldunnar og fundu konurnar þrjár alvarlega slasaðar. Þeir létust síðar á vettvangi, sagði lögreglan í yfirlýsingunni, sem innihélt ljósmynd af hinum grunaða morðingja.

Meintur morðingi.

Jon Simpson, yfirlögregluþjónn í Hertfordshire, sagði á blaðamannafundi að árásin hafi verið framkvæm með „því sem nú er talið vera lásbogi, en önnur vopn gætu líka hafa verið notuð,“ samkvæmt Independent.

- Auglýsing -

Því er haldið fram að Clifford hafi yfirgefið breska herinn eftir að hafa þjónustað þar í stuttan tíma árið 2022, samkvæmt frétt BBC.

Auk Hönnu, snyrtifræðings, og Louise, sem starfaði sem hundasnyrtir, eiga John og Carol einnig þriðju dótturina, samkvæmt BBC.

Stjórnandi BBC 5 Live, Heidi Dawson, gaf út yfirlýsingu í kjölfar árásarinnar.

„Hugur okkar er með John og fjölskyldu hans á þessum ótrúlega erfiða tíma,“ sagði hún, „og við munum veita honum allan þann stuðning sem við getum.“

Að auki er breska innanríkisráðuneytið nú að íhuga niðurstöður innri endurskoðunar til að sjá hvort hertari lög um lásboga sé þörf, samkvæmt BBC sem vitnaði í PA Media.

„Við höldum löggjöfum í stöðugri endurskoðun og kallað var eftir gögnum fyrr á þessu ári til að skoða hvort innleiða ætti frekara eftirlit með lásboga,“ sagði talsmaður ráðuneytisins. „Innríkisráðherra mun fljótt íhuga niðurstöðurnar til að sjá hvort herða þurfi lögin frekar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -