Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Eiginmaður Nicolu Sturgeon handtekinn grunaður um að draga að sér fé Skoska þjóðarflokksins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eiginmaður Nicolu Sturgeon, fráfarandi forsætisráðherra Skotlands, hefur verið handtekinn vegna rannsóknar á fjármögnunar og fjármála Skoska þjóðarflokksins.

Í frétt Mirror kemur fram að hinn 58 ára Peter Murrell sé í haldi lögreglu á meðan lögreglan rannsakar fjármögnunarfyrirkomulag Þjóðarflokksins. Hann er fyrrum framkvæmdarstjóri flokksins en lét af störfum í síðasta mánuði.

Í tilkynningu sem lögreglan í Skotlandi sendi frá sér segir: „58 ára karlmaður var í dag, miðvikudaginn 5. apríl 2023, handtekinn í tengslum við yfirstandandi rannsókn á fjármögnun og fjárhag Skoska þjóðarflokksins. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi og er í yfirheyrslum Skosku lögreglunnar. Þá er lögreglan einnig að framkvæma leit í ýmsum byggingum í tengslum við rannsóknina. Skýrsla verður send til ríkisins og ríkissaksóknara“

Á ljósmyndum má sjá lögreglubíla fyrir utan höfuðstöðvar Skoska þjóðarflokksins í Edinborg. Þá er lögreglubílar einnig fyrir utan heimili Sturgeon og Murrell. Þá hefur lögreglan einnig reist hvítt tjald í garði þeirra.

Heimili hjónanna

Í tilkynningu flokksins segir: „Augljóslega væri það ekki viðeigandi að tjá sig um yfirstandandi lögreglurannsókn en SÞF hefur sýnt fulla samvinnu við rannsókn málsins og mun halda því áfram.“

Lögreglan í Skotlandi hefur verið að rannsaka í hvað peningur hefur farið sem var eyrnamerktur kosningabaráttu flokknum.

- Auglýsing -

Murrell, sem hefur verið giftur Sturgeon síðan 2010, sagði af sér sem framkvæmdarstjóri flokksins fyrir þremur vikum eftir að hafa tekið ábyrgð á því að hafa gefið fjölmiðlum villandi upplýsingar varðandi fjöldi meðlima flokksins. Þá kom tilkynning Sturgeon, um að hún myndi hætta sem flokksformaður og fyrsti ráðherra Skotlands, nokkuð á óvart en í síðustu viku tók arftaki hennar við, Humza Yousaf. Nú tekur við hið erfiða verkefni hjá Yousaf að lífga upp á móral Skoska þjóðarflokksins eftir óráa síðustu vikna.

Aðspurður sagði Yousaf að fréttir af handtöku Murrells vera „erfiðar“ og „krefjandi“.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -