Eiginmaður Nicolu Sturgeon, fráfarandi forsætisráðherra Skotlands, hefur verið handtekinn vegna rannsóknar á fjármögnunar og fjármála Skoska þjóðarflokksins.
Í frétt Mirror kemur fram að hinn 58 ára Peter Murrell sé í haldi lögreglu á meðan lögreglan rannsakar fjármögnunarfyrirkomulag Þjóðarflokksins. Hann er fyrrum framkvæmdarstjóri flokksins en lét af störfum í síðasta mánuði.
Í tilkynningu sem lögreglan í Skotlandi sendi frá sér segir: „58 ára karlmaður var í dag, miðvikudaginn 5. apríl 2023, handtekinn í tengslum við yfirstandandi rannsókn á fjármögnun og fjárhag Skoska þjóðarflokksins. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi og er í yfirheyrslum Skosku lögreglunnar. Þá er lögreglan einnig að framkvæma leit í ýmsum byggingum í tengslum við rannsóknina. Skýrsla verður send til ríkisins og ríkissaksóknara“
Á ljósmyndum má sjá lögreglubíla fyrir utan höfuðstöðvar Skoska þjóðarflokksins í Edinborg. Þá er lögreglubílar einnig fyrir utan heimili Sturgeon og Murrell. Þá hefur lögreglan einnig reist hvítt tjald í garði þeirra.
Í tilkynningu flokksins segir: „Augljóslega væri það ekki viðeigandi að tjá sig um yfirstandandi lögreglurannsókn en SÞF hefur sýnt fulla samvinnu við rannsókn málsins og mun halda því áfram.“
Lögreglan í Skotlandi hefur verið að rannsaka í hvað peningur hefur farið sem var eyrnamerktur kosningabaráttu flokknum.
Murrell, sem hefur verið giftur Sturgeon síðan 2010, sagði af sér sem framkvæmdarstjóri flokksins fyrir þremur vikum eftir að hafa tekið ábyrgð á því að hafa gefið fjölmiðlum villandi upplýsingar varðandi fjöldi meðlima flokksins. Þá kom tilkynning Sturgeon, um að hún myndi hætta sem flokksformaður og fyrsti ráðherra Skotlands, nokkuð á óvart en í síðustu viku tók arftaki hennar við, Humza Yousaf. Nú tekur við hið erfiða verkefni hjá Yousaf að lífga upp á móral Skoska þjóðarflokksins eftir óráa síðustu vikna.
Aðspurður sagði Yousaf að fréttir af handtöku Murrells vera „erfiðar“ og „krefjandi“.