Kim Sae-ron, fræg suður-kóresk leikkona fannst látin um helgina.
Samkvæmt Reuters fannst hin 24 ára leikkona látin á heimili sínu í Seúl í dag. Fréttamiðillinn segir að vinkona Kim hafi farið að hitta hana heima hjá henni, uppgötvað að hún var látin og hringt í lögregluna.
Enn sem komið er er ekki grunur um að andlátið hafi borið að með glæpsamlegum hætti en lögregla rannsakar nú andlát hennar.
Hún var talin ein af efnilegustu leikkonum Suður-Kóreu en hún öðlaðist frægð með hlutverki í myndinni The Man from Nowhere árið 2010. Hún lék einnig í spennumyndinni The Neighbor árið 2012 og sjónvarpsþáttunum Bloodhounds árið 2023.
Árið 2022 var ferill hennar fyrir smá hnjaski þegar hún var tekin fyrir ölvunaraktur.