Fentanyl-faraldurinn er ekki aðeins á Íslandi því hann er svo sannarlega í henni Ameríku líka. Undanfarið hafa stjörnur verið að falla af himnum og deyja af völdum Fentanyl misnotkunar í bland við eiturlyfjaofneyslu. Dave Hollis er nýjasta þekkta manneskjan í Bandaríkjunum til þess að látast af völdum þess. Áður höfðu rapparinn Coolio og leikarinn Frank Vallelonga Jr. látist vegna fentanyl ofnotkunar í bland við eiturlyfjainntöku.
Dave Hollis, fyrrum framkvæmdarstjóri Disney-samsteypunnar og fyrrverandi eiginmaður áhrifavaldsins Rachel Hollis, lést í febrúar síðastliðnum en nú eru dánarorsökin kunn. Lést hann af völdum „eituráhrifa kókaíns, etanóls og fentanýls,“ samkvæmt krufningaskýrslu. E! News segir frá málinu. Þá segir einnig í skýrslunni að hár blóðþrýsingur og æðakölkun í hjartanu hafi einnig á sinn þátt í andlátinu.
Hjartað í Dave hafði „víkkað og stækkað,“ og hann hafði glímt við háþrýsiting, þunglyndi og áfengis og eiturlyfja notkun, samkvæmt skýrslunni.
„Undirliggjandi hjartasjúkdómur Hollis hafði valdið óeðlilegum takti í hjartanu, sérstaklega við inntöku eiturlyfja á borð við kókaín.“
Nokkrum vikum eftir andlátið opnaði fyrrverandi eiginkona hans, Rachel Hollis, sig vegna andlátsins í hlaðvarpsþætti sínum, Rachel Hollis Podcast. Þar sagðist hún styðja börnin þeirra fjögur, Jackson, Sawyer, Ford og Noah. „“Mín leið til að hjálpa þeim í gegnum þetta: Hvernig sem þér líður er í lagi, leyfilegt og raunverulegt fyrir þér. Þú mátt hafa þessar tilfinningar. Við erum sorgmædd, við erum reið, við erum ringluð og við erum allar þessar tilfinningar. En við erum sterk. Við erum náin. Við erum mjög þéttur hópur. Og þetta mun taka svolítinn tíma en við verðum allt í lagi.