Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Einkaviðtal við handritshöfund frá Hollywood um verkfallið: „Fólk hefur misst heimili sín“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Handritshöfundar í Hollywood hafa verið í verkfalli frá 2. mars á þessu ári og lítið virðist þokast í samningsviðræðum. Leikarar í Hollywood fóru svo í verkfall í júlí og hefur harkan í verkföllunum stigmagnast síðan. Mannlíf ræddi við handritshöfundinn Azie Dungey í einkaviðtali.

Azie Dungey
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Íslandsvinurinn Azie Dungey er handritshöfundur og leikkona í Hollywood en hún var meðal annars í handritateyminu sem skrifaði hinn geysivinsæla gamanþátt Unbreakable Kimmy Schmidt en einnig kom hún meðal annars að handritagerð við þættina Ask a Slave, Harlem, Girls5Eva og Sweetbitter. Azie hefur hlotið tilnefningar fyrir handritaskrif sín en hún hefur meðal annars unnið með Hollywood-kanónum á borð við Tinu Fey og Amy Poehler.

Azie ræddi við blaðamann Mannlífs um verkföllin og stemmningunni meðal verkfallsfólks. Hún flutti nýlega til Ástralíu en gaf sér tíma til að spjalla.

„Samningar okkar handritshöfunda við AMPTP (Félag framleiðenda sjónvarpsþátta og kvikmynda) rann út og samningaviðræður hófust. Í þeim viðræðum kom í ljós að AMPTP vildi ekki ganga að kröfum okkar. Helsta deiluefnið snýr að þeirri staðreynd að streymisveiturnar borga okkur ekki fyrir streymin. Áður var það þannig að ef að þáttur sló í gegn, borguðu sjónvarpsstöðvarnar okkur aukalega þegar þættirnir voru endursýndir, seldir áfram til annarra sjónvarpsstöðva og þegar þeim var dreift með öðrum hætti, til dæmis þegar þeir voru settir á DVD eða myndbandsspólur. Ef að þátturinn gaf pening, þá fengum við pening í kjölfarið. En streymisveitur hafa þetta ekki svona. Þannig að handritshöfundar eru ekki að fá greitt það sem þeir eiga skilið. Efnið er að skapa milljarða dollara gróða fyrir streymisveiturnar en við fáum ekki hluta af þeim gróða.“

Azie Dungey í kröfugöngu.
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Azie sagði að deilurnar snérust einnig um fleira. „Önnur deilumál snúa að því að stúdíóin vilji nota gervigreind til að skrifa eða endurskrifa og vandamál varðandi stærð skrifstofurýmis, og það að lágmarksvikulaunin héldu ekki í við kaupmáttinn og fleira.“

En bjóst Azie við að verkfallið drægist svona á langinn, að það væri enn í gangi í september?

- Auglýsing -

„Þetta er fyrsta verkfallið mitt þannig að ég vissi ekki hverju ég mátti búast við. Ég veit að lengsta verkfall WGA (Félag handritshöfunda) varði í 154 daga en það var árið 1988. Ég vonaði sannarlega að verkfallið yrði styttra en það er orðið.“

Hvernig er stemmningin meðal handritshöfunda?

„Ég held að andinn sé bara góður hjá fólki því við vitum að við erum að gera hið rétta. Það sem við berjumst fyrir er algjörlega nauðsynlegt svo við getum lifað af. Og þetta er rúmlega sanngjarnt. Sumir yfirmenn í Hollywood hafa meira að segja viðurkennt nafnlaust, að kröfur okkar séu meira en sanngjarnar. Og þeir hafa tapað meira en hundruðum milljóna dollara meira en það sem það hefði kostað þá að semja við okkur.“

- Auglýsing -

Azie segir að þó að andinn sé góður hjá handritshöfundar hafi margir þeirra átt afar erfitt í verkfallinu.

„Handritshöfundar hafa orðið fyrir miklu höggi, bæði persónulega og fjárhagslega. Fólk hefur misst heimili sín og sumir minna þekktir höfundar sofa í bílum sínum. Vegna þessa erum við mjög döpur og þetta hefur haft gríðarleg áhrif á aðra starfsmenn sem starfa við þátta- og kvikmyndagerð, þó þeir séu í öðrum stéttarfélögum.“

En hefur Azie fundið fyrir stuðningi frá leikurum Hollywood?

„Já. Þeir eru líka komnir í verkfall þannig að við erum í sömu mótmælagöngunum. En jafnvel áður en þeir fóru í verkfall mættu þeir þegar þeir gátur og sýndu mikinn stuðning.“

En hvað hefur Azie tekið sér fyrir hendur í verkfallinu?

„Ég fór daglega í mótmælagöngur til að byrja með. En persónulega finnst mér erfitt að hafa efni á að búa í Los Angeles. Og ég hef verið að spá í að flytja um nokkurt skeið. Þannig að ég seldi öll húsgögnin mín og flest fötin mín og fór. Í augnablikinu bý ég í Ástralíu í lítilli borg á Norðursvæðinu.“

Aðspurð hvort hún sé bjartsýn á framtíðina þegar snýr að atvinnu, segist Azie ekki vera viss.

„Þeir geta ekki gert sjónvarpsþætti eða kvikmyndir án handritshöfunda. Ég veit ekki hvernig landslagið mun verða þegar við snúum aftur því stúdíóin hafa tapa svo miklum fjármunum á verkfallinu. Mig grunar sterklega að við munum vinna mikið til í fjarvinnu, því það sparar pening sem færi annars í skrifstofuleigur. Þannig að það er gott því ég bý í öðru landi. En annars er þetta allt svolítið í lausu lofti. Ég held að það hafi verið gott fyrir okkur öll að endurmeta líf okkar, hvað vinnan þýðir fyrir okkur og hvert verðmæti okkar er fyrir atvinnugrein sem hagnast stjarnfræðilegan af vinnu okkar.“

En hvernig heldur Azie að verkfallinu ljúki?

„Eins og kröfuspjaldið sagði: „Höskuldarviðvörun: Við vinnum.“

Azie hefur eitt að segja að lokum:

„Ég elska Ísland. Ég hef komið þangað þrisvar sinnum. Í augnablikinu er mjög heitt hér í Ástralíu en ég myndi alveg þiggja kalda íslenska golu.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -