Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Einn látinn og tugir slasaðir eftir fílaárás á Indlandi – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn maður er látinn eftir að fíll gekk berserksgang í trúarathöfn á Indlandi í vikunni.

Atvikið átti sér stað á miðvikudaginn þegar íbúar í Palakkad voru að halda árlega trúarathöfn sem er haldin til minningar um Aloor Valiya Pookunjikoya Thangal samkvæmt indverskum fjölmiðlum. Nokkrir fílar tóku þátt í athöfninni og sturlaðist fíllinn sem heitir Pakkathu Sreekuttan í miðri athöfn og réðst á fólk sem stóð nærri honum. Þá tók hann upp mann með rananum og sveiflaði honum fram og til baka og kastaði svo að lokum frá sér. Maðurinn var færður á sjúkrahús á miðvikudaginn en úrskurðaður látinn  í dag. Maðurinn hét Krishnan Kutty og var 58 ára gamall.

Auk andláts Kutty slösuðust 24 einstaklingar áður en tókst að róa fílinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -