Stuttu fyrir miðnætti á gamlársdag fékk lögreglan í Flórida tilkynningu um tilraun til sjálfsvígs. Þar var um að ræða ungan lögregluþjón, Clayton Osteen, hann var í bráðri lífshættu og lést tveimur dögum síðar. Clayton skyldi eftir sig unnustu og nýfæddan son.
Aðeins sólahring eftir andlát Clayton fannst konan hans, Victoria Pachecho, látin en hún hafði einnig fallið fyrir eigin hendi. Victoria starfaði einnig innan lögreglunnar. Um miðjan nóvember síðastliðin eignuðust parið sitt fyrsta og eina barn, lítinn dreng, sem nú er munaðarlaus.
Ekki er vitað nákvæmlega hvað olli þessum hræðilegu atburðum en Clayton var greindur með þunglyndi. Talsmaður lögreglunnar í Flórida segir mikið álag vera á lögregluþjónum og ekki hugað nóg að andlegri líðan þeirra.