Laugardagur 11. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Eldflaugum skotið á heimabæ Tvorchi: „Evrópa, sameinumst gegn illsku, í þágu friðar!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rétt áður en úkraínsku listamennirnir stigu á svið í Eurovision í gærkvöldi, skaut rússneski herinn eldflaugum að heimaborg þeirra, Ternopil, að sögn yfirvalda.

Fregnir herma að tveir hafi slasast í árás Rússa en borgarstjóri Ternopil, Serhiy Nadal, sagði vöruhús hafi skemmst. BBC sagði frá málinu.

Utanríkisráðuneyti Úkraínu sakar Rússland um að ráðast á Kænugarð og Ternopil fyrir og á meðan Tvorchi steig á svið í Eurovision.

Tíu mínútum áður en listamennirnir frá Úkraínu, sem kalla sig Tvorchi stigu á svið á lokakvöldi Eurovision, birtu þeir fréttir af árás Rússa á Ternopil, á Instagram-reikning sínum. Að lokinni framkomu sinni í keppninni bættu þeir við Instagram-færslu þar sem þeir sögðu: „Ternopil er nafnið á heimabæ okkar, sem varð fyrir árás Rússa á meðan við sungum á sviði Eurovision um stálhjarta okkar, hörku og vilja. Þetta eru skilaboð til allra borga í Úkraínu sem verða fyrir árás á hverjum degi. Kharkiv, Dnipro, Khmelnytsky, Kænugarður, Zaporizhzhia, Uman, Sumy, Poltava, Vinnytsia, Odesa, Mykolaiv, Chernihiv, Kherson og allar hinar. Evrópa, sameinumst gegn illsku, í þágu friðar!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -