Eldri borgurum var bjargað af þyrlumönnum ítölsku Landhelgisgæslunnar eftir að þau sátu föst á heimili sínu í gríðarmiklum flóðum í Emilia-Romagna héraðinu á Ítalíu.
BBC birti myndskeið af sigmanni ítölsku Landhelgisgæslunnar bjarga tveimur eldri borgurum úr húsi sínu sem er að mestu undir vatni eftir gríðarleg flóð á Ítalíu. Geypilegar rigningar hafa að undanförnu ollið flóðum og aurskriðum í Emilia-Romagna héraðinu en níu hafa látið lífið og fjölda er saknað eftir að 14 ár flæddu yfir bakka sína og yfir 23 bæi.
Myndskeiðið má sjá hér að neðan.