Sænka íþróttakonan Emilia Brangefält er látin aðeins 21 árs gömul. Tilkynnt var um andlát íþróttakonunnar í gær og hefur fjöldi fólks minnst Emiliu, sem tók sitt eigið líf. „Þetta er svo voðalega sorglegt. Ég á erfitt með að finna réttu orðin,“ sagði Kajsa Bergqvist við sænskan fjölmiðil í gær en Kajsa er yfirþjálfari sænska frjálsíþróttalandsliðsins.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2023/11/1454219-1024x682.jpg)
Emilia var sænskur meistari í utanvegarhlaupi og á heimsmælikvarða í íþróttagreininni. Þá vann hún til bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í fyrra. Á heimasíðu sænska frjálsíþróttasambandsins kemur fram að hún hafi lengi glímt við andleg og líkamleg veikindi.