Hinn 26 ára gamli Oscar Gonzalez lenti í frekar óskemmtilegu atviki í hafnaboltaleik á mánudaginn. Gonzalez, sem er leikmaður New York Yankees, sveiflaði hafnaboltakylfu sinn og sló bolta sem var á leið í hans átt. Það fór ekki betur en svo að boltinn skaust af kylfunni og beint í andlit hans. Ljóst var um leið að Gonzalez slasaðist og þurfti að fara með hann á spítala til að hlú að honum.
Eftir rannsóknir kom í ljós að hann brákaði bein undir hægra auga og þurfti að gista á sjúkrahúsinu í eina nótt. Slysið gerðist í æfingaleik milli New York Yankees og Diablos Rojos del Mexico en leikurinn endaði 8-5 fyrir Diablos Rojos del Mexico. Er þetta fyrsta tímabil Gonzalez með New York Yankees en hann þykir nokkuð góður leikmaður en Yankees eru sigursælasta hafnaboltalið Bandaríkjanna en þeir hafa unnið MLB-deildina 27 sinnum síðan hún var stofnuð árið 1903.
Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér fyrir neðan.
Scary moment as Oscar Gonzalez fouls a ball off of his face. #yankees #mlb pic.twitter.com/JzqG2kKx0L
— NYY UNDERGROUND (@NYYUNDERGROUND) March 26, 2024