Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Viðgerður fræbanki hýsir 1.050.000 afbrigði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viðamiklum framkvæmdum á norska fræbankanum á Svalbarða er lokið en kostnaður við þær nam um 2,8 milljörðum íslenskra króna. Ráðist var í framkvæmdirnar þegar 130 metra löng göngin inn í fræhvelfinguna fóru að leka árið 2017 en hvelfingin hýsir nú um 1.050.000 milljón afbrigði um 5 þúsund tegunda af nytjaplöntum.

Fræbankinn var settur á laggirnar árið 2008. Honum er ætlað að varðveita eins margar tegundir og mögulegt er af nytjaplöntun en hugsunin er sú að hann sé nokkurs konar síðasta von ef aðrir fræbankar í heiminum bregðast. Það hefur þegar gerst, t.d. árið 2016, þegar vísindamenn neyddust til að yfirgefa einn mikilvægasta fræbanka heims í í bænum Tal Hadya, um 25 mílur vestur af Aleppo, undir sprengjuárásum sýrlenska stjórnarhersins.

Fræbankinn varðveitir sýni um tveggja fimmtu þeirra 2,4 milljón afbrigða sem vitað er um í heiminum.

Fyrir utan stríð og pestir þá er hamfarahlýnun ein helsta ástæða þess að fræbankarnir gætu reynst lífsnauðsynlegir. En ófyrirséð hlýnun var einmitt ástæða þess að hvelfingin á Svalbarða fór að leka; það gerðist þegar sífrerinn umhverfis fór að bráðna. Samkvæmt norskum stjórnvöldum, sem eiga bankann, er hvelfingin nú fullkomlega vatnsheld en þau útiloka ekki að aðstæður gætu kallað á frekari framkvæmdir á næstu áratugum.

Um 60 þúsund afbrigði bættust við safn bankans í vikunni, frá um 36 áttum, þeirra á meðal fræ 27 villtra planta úr görðum Karls Bretaprins og kartöflufræ frá Perú. Hver „innlögn“ telur um 500 fræ.

Hvelfingin er hönnuð til að standa „að eilífu“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -