Ofbeldið heldur áfram í byrjun árs í Bandaríkjunum en í gærkvöldi særðust tíu manns í skotárás fyrir utan skemmtistað í New York-borg. Lögreglan segir árásina þó ekki tengjast hryðjuverkum.
Um það bil 15 manneskjur voru fyrir utan skemmtistaðinn Amazura í Queens-hverfinu í New York þegar þrjár eða fjórar manneskju hófu skyndilega skotárás. Yfirvöld segja að um það bil 30 skotum hafi verið hleypt af en að skotmennirnir hafi síðan flúið á hlaupum áður en þeir stukku upp í bíl og létu sig hverfa.
Fórnarlömbin voru öll úr sama hópi, sem samanstóð að mestu af unglingum og ungufólki á aldrinum 16 til 20 ára, sem biðu fyrir utan klúbbinn þar sem þau ætluðu sér að sækja einkaviðburð.
Sex konur og fjórir karlmenn voru flutt á sjúkrahús eftir árásina en samkvæmt yfirvöldum var ekkert þeirra með lífshættulega áverka.
Heimildir lögreglunnar segja TMZ að fjöldaskotárásin hafi átt sér stað á afmælisminningarhátíð um fórnarlamb manndráps og rannsóknarlögreglumenn telja að ofbeldið gæti tengst klíku. Heimildarmennirnir tóku fram að engin tengsl væru við hinar tvær áramótaárásirnar sem gerðar voru í Louisiana og Nevada en þær höfðu augljós tengsl við hryðjuverk.
Í fyrri árásinni dóu að minnsta kosti 15 manns í New Orleans eftir að maður með tengsl við ISIS-hryðjuverkasamtökin keyrði í gegnum þvögu vegfarenda í Bourbon-stræti. Um þrjátíu slösuðust. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglumönnum á vettvangi.
Aðeins nokkrum klukkustundum síðan keyrði annar aðili Tesla Cyber-bíl fyrir framan Trump-hótelið í Las Vegas og fáum sekúndum síðar sprakk bíllinn. Dó bílstjórinn í sprengingunni og sjö særðust. Talið er að báðar árásirnar tengist.