Laugardagur 4. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Enn hefur ekkert spurst af Hind litlu á Gaza: „Ætlarðu að koma og sækja mig? Ég er svo hrædd“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enn er ekkert vitað um örlög hinnar sex ára gömlu Hind Rajab sem sat föst í bifreið skyldfólks síns á Gaza, eftir að skriðdrekaherdeild Ísraelshers gerði árás á fjölskylduna. Hind lifði árásina af og grátbað um hjálp í gegnum síma látinnar frænsku sinnar.

Röddin á hinum enda línunnar var lítil og dauf; rödd sex ára stúlku, brakandi í farsíma frá Gaza. Þannig hefst umfjöllun BBC um Hind litlu.

„Skriðdrekinn er við hliðinni á mér. Hann hreyfist.“

Rana, starfsmaður neyðarsíma Rauða hálfmánans í Palestínu, var á hinum enda línunnar og reyndi að halda eigin rödd rólegri.

„Er hann mjög nálægt?“

„Mjög, mjög,“ svaraði lítil rödd. „Ætlarðu að koma og sækja mig? Ég er svo hrædd.“

Það var ekkert sem Rana gat gert nema halda samtalinu gangandi.

Hin sex ára gamla Hind Rajab var föst í Gaza-borg eftir árás Ísraelshers og grátbað um hjálp þar sem hún faldi sig í bíl frænda síns, umkringd líkum ættingja sinna. Mannlíf fjallaði um málið í síðustu viku.

- Auglýsing -

Hind hafði farið af heimili sínu í Gaza-borg fyrr þennan dag, ásamt frænda sínum, frænku og fimm systkinabörnum sínum. Þetta gerðist mánudaginn 29. janúar en um morguninn hafði Ísraelsher sagt fólki að yfirgefa svæði í vesturhluta borgarinnar og færa sig suður, meðfram strandveginum.

Móðir Hindar, Wissam, minnist þess að það voru harðar skotárásir á svæðinu þennan dag. „Við vorum skelfingu lostin og vildum flýja,“ sagði hún. „Við vorum að flýja á milli staða til að forðast loftárásirnar.“

Fjölskyldan ákvað að fara á Ahli-sjúkrahúsið í austurhluta borgarinnar, í vopn um að þar yrði skjól fyrir sprengjuárásunum. Wissam og eldra barn hennar hófu ferðalagið fótgangandi en Hind fékk far með Kia Piccanto-bifreið frænda síns.

- Auglýsing -

„Það var mjög kalt og það rigndi,“ útskýrði Wissam. „Ég sagði Hind að fara í bílinn því ég vildi ekki að hún myndi þjást í rigningunni.“

Um leið og bíllinn fór af stað, heyrðu þau háa skothvelli koma frá sömu átt.

Þegar frændi Hindar keyrði í átt að hinum þekkta al-Azhar háskólanum, er talið að bíllinn hefði óvænt staðið andspænis skriðdrekum Ísraelshers. Lagði hann bílnum hjá nálægri bensínstöð, í öryggisskyni en virðist hafa orðið fyrir skotárás.

Inni í bifreiðinni kallaði fjölskyldan eftir hjálp ættingja sinna. Einn þeirra hafði samband við höfuðstöðvar neyðarhjálpar Rauða hálfmánans í Palestínu en starfsmaður þar hringdi í síma frænda Hindar klukkan 14:30. En það var hin 15 ára frænka Hindar, Layan, sem svaraði í staðinn. Í samtalinu, sem tekið var upp, segir Layan starfsmanni Rauða hálfmánans að foreldrar hennar og systkini hafi öll verið drepin, og að það væri skriðdreki við hlið bílsins. „Þeir eru að skjóta á okkur,“ sagði hún, áður en samtalið endaði á skothljóðum og öskrum.

Þegar neyðarteymi Rauða hálfmánans hringdi aftur í símann svaraði Hind litla en rödd hennar var næstum óheyrileg, drukknaði af ótta. Fljótlega kom í ljós að hún var sú eina sem enn var á lífi í bílnum, og að hún væri enn í hættu.

„Felldu þig undir sætunum,“ sagði neyðarteymið við hana. „Ekki láta neinn sjá þig.“

Rana Faqih, hjá Rauða hálfmánanum talaði við Hind í síma í klukkustundir, á meðan samtökin sendu beiðni til Ísraelshers að leyfa sjúkrabíl að komast á vettvang.

„Hún skalf, var sorgmædd, biðjandi um hjálp,“ minnist Rana. „Hún sagði okkur að ættingjar hennar væru dánir. En seinna lýsti hún því sem svo að þeir væru „Hér eru sofandi“. Þannig að við sögðum henni að „leyfa þeim að sofa, við vildum ekki trufla þau“.“

Hind hélt áfram að biðja, aftur og aftur, um að einhver kæmi og sótti hana.

„Á einhverjum tímapunkti sagði hún mér að það var að verða dimmt,“ sagði Rana við BBC. „Hún var hrædd. Hún spurði hversu langt væri í húsið mitt. Mér leið eins og ég væri lömuð og hjálparlaus.“

Þremur klukkustundum eftir að símtalið hófst, var loks hægt að senda sjúkrabíl til að bjarga Hind. Í millitíðinni hafði teymi Rauða hálfmánans náð sambandi við móður Hindar, Wissam og kom henni í samband við dóttur sína. Hún grét meira þegar hún heyrði rödd móður sinnar, rifjar Rana upp.

„Hún grátbað mig um að skella ekki á,“ sagði Wissam við BBC. „Ég spurði hana hvar hún var særð, en svo dreifði ég huga hennar með því að lesa Kóraninn með henni og við báðum saman. Hún endurtók hvert orð eftir mér.“

Það var orðið dimmt þegar áhöfn sjúkrabílsins mætti, þeir Yousef og Ahmad en þeir létu neyðarteymi Rauða hálfmánans vita að þeir væru nálægt vettvanginum og væru að fara að athuga hvort herflokkur Ísraelshers hleyptu þeim ekki að.

Síðan hefur ekkert spurts af þeim Yousef og Ahmad og ekkert frá Hind litlu. Símasambandið við bæði sjúkraliðana og hinnar sex ára stúlku sem þeir ætluðu að bjarga, datt endanlega út.

Afi Hindar, Bahaa Hamada, sagði BBC að símasamband Hindar við móður sinnar hafi enst aðeins lengur og að það síðasta sem Wissam hafi heyrt, var hurð sem opnaðist og Hind sem sagði móður sinni að hún sæi sjúkrabílinn í fjarska.

Afi Hindar

„Hverja sekúndu brennur hjarta mitt,“ sagði Wissam við BBC. „Í hvert skipti sem ég heyri í sjúkrabíl hugsa ég „kannski er þetta hún“. Við hvert hljóð, hvert skothljóð, hverja einustu sprengju sem fellur, hverja eldflaug sem skotið er, velti ég fyrir mér hvort dóttir mín sé skotmarkið, hvort hún hafi orðið fyrir þessu.“

Hvorki Rauði hálfmáninn á Gaza, né fjölskylda Hindar, hefur tekist að komast á vettvanginn en þar er enn barist og er stjórnað af her Ísraels.

„Næturnar eru erfiðar,“ segir Rana hjá Rauða hálfmánanum, „þegar maður vaknar og heyrir rödd hennar í eyranu þar sem hún segir „komdu og sóttu mig“.“

BBC bað Ísraelsher um upplýsingar um aðgerðir sínar á svæðinu þennan dag og um hvarf Hindar og sjúkraliðanna sem ætluðu að sækja hana. Ítrekaði BBC aftur sólarhring síðar og var sagt að enn væri verið að skoða málið.

„Hvar er alþjóðaglæpadómstóllinn? Af hverju eru forsetar sitjandi í stólum sínum?“ spurði Wissam, móðir Hindar.

Viku eftir að dóttir hennar hvarf, situr Wissam og bíður á Ahli-sjúkrahúsinu, dag eftir dag, fyllir fjarveruna með einbeittri von um að Hind snúi aftur á lífi.

„Ég hef keypt hluti handa henni og er að bíða eftir henni hér,“ sagði hún. „Ég bíð eftir dóttur minni hverja stund, hverja sekúndu. Ég grátbið úr brostnu hjarta móður, ekki gleyma þessari sögu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -