Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.9 C
Reykjavik

Enska Knattspyrnusambandið rannsakar olnbogaskot aðstoðardómara í leik Liverpool og Arsenal

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðstoðardómarinn Contantine Hatzidakis mun ekki dæma fleiri leiki í ensku Úrvalsdeildinni í knattspyrnu á meðan rannsókn stendur yfir vegna atviks þar sem hann virðist gefa Liverpool varnarmanninum Andy Robertson olnbogaskot.

Hatzidakis gaf Robertson olnbogaskot í hökuna eftir að skoski landsliðsmaðurinn nálgaðist hann eftir fyrri hálfleik Liverpool og Arsenal á sunnudaginn. Leikurinn endaði 2-2.

Atvikið náðist á myndskeiðum og er nú rannsakað af enska Knattspyrnusambandinu. Aðstoðardómarinn mun ekki dæma leiki á meðan á rannsókninni stendur.

Fyrrum miðvörður Manchester, hinn umdeildi Roy Keane lýsti hinum 28 ára Robertson sem „stóru barni“. „Hann greip fyrst í línuvörðinn,“ sagði Keane á Sky Sports. „Robertson ætti að hafa meiri áhyggjur af varnarleik sínum. Haltu bara áfram með leikinn.“

Til gamans má geta þess að Roy Keane fékk alls 8 leikja bann og 25 milljón króna sekt árið 2002 fyrir eina hryllilegustu tæklingu í sögu Úrvalsdeildarinnar er hann sparkaði af miklu afli í Alf Inge Haaland, föður hins óstöðvandi Erlin Haaland, framherja Manchester United í leik Man. United og Man. City árið 2001.

Hér er hægt að sjá olnbogaskotið:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -