Laugardagur 28. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Er hreisturdýrið sökudólgurinn? – Smitum fækkar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kínverskir vísindamenn telja mögulegt að hreisturdýrið (e. pangolin) sé mögulega smitvaldur kórónaveirunnar 2019-nCoV, sem nú fer manna á milli. Suður-kínverski landbúnaðarháskólinn sagði í tilkynningu að um væri að ræða uppgötvun sem gæti haft mikla þýðingu hvað varðar forvarnir.

Engu dýri er smyglað í jafn miklum mæli og hreisturdýrinu en bæði skrápur þess og kjöt er eftirsótt. Það er í útrýmingarhættu en um milljón hreisturdýrum var smyglað á árunum 2000 til 2013.

Nýjum tilfellum kórónaveirunnar hefur fækkað tvo daga í röð, sem framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Tedros Adhanom Ghebreyesus, segir góðar fréttir. Hann varar hins vegar við því að lesa of mikið í þróunina; nýjum tilvikum gæti fjölgað á ný.

Tilkynnt var um 3.900 tilvik 5. febrúar, 3.700 tilvik 6. febrúar og 3.200 7. febrúar.

Vísindamenn hafa sagt að smitum muni líklega fækka þegar hlýnar en að þeim muni mögulega fjölga aftur þegar kólnar í haust.

Að sögn Ghebreyesus hafa ekki allar þjóðir veitt þær upplýsingar sem beðið hefur verið um. „Sum lönd hafa ekki enn sent WHO nákvæmar skýrslur um tilvik. Við hvetjum þau aðildarríki til að deila þeim upplýsingum samstundis.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -