Vísindamenn í Bandaríkjunum staðfesta nú að Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar hafi fundist í hjartardýrum þar um slóðir. Óttast þeir að veiran getið dvalið í dýrunum og hugsanlega þróast í önnur afbrigði.
DV hefur eftir New York Times að Ómíkron afbrigðið hafi fundist í hjartardýrum af White Tailed tegundinni í Staten Island en landbúnaðarráðuneyti Joe Bidens forseta Bandaríkjanna hefur aukreitis staðfest að veiran hafi einnig verið greind í hjartardýrum í Arkansas, Illinois, Kansas, Maine, Massachusetts, Minnesota, New Jersey, New York, Norður-Karólínu, Oklahoma, Pennsylvania, Tennessee og Virginíu
„Dreifing veirunnar í hjartardýrum gefur henni ráðrúm til að aðlagast og þróast. Hún mun trúlega koma aftur og elta okkur í framtíðinni,“ er haft eftir Vivek Kapur, örverufræðing við Penn State University, í New York Times.
Miðað við niðurstöður rannsóknar á málinu hefur veiran borist úr manninum í hjartardýrin en ekkert bendir enn til þess að veiran hafi borist úr hjartardýrum í manneskjur.
Það er því ljóst að hundar eru ekki einu dýrin sem smitast hafa af veirunni skæðu.