Erfingi kjötbökuveldis sem talinn er að muni erfa 230 milljónir punda hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða besta vin sinn.
Dylan Thomas stakk besta vin William Bush 37 sinnum í háls og líkama en öskrin í Bush heyrðust frá heimili sem þeir deildu, snemma á aðfangadagskvöld 2023.
Erfinginn að 230 milljóna punda auðæfum, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hann drap besta vin sinn á aðfangadagsmorgun eftir að hann sagði honum að hann vildi flytja út og búa með kærustu sinni.
Öskrin heyrðust frá húsinu
Dylan Thomas stakk vin sinn, William Bush til bana en öskur heyrðust frá heimili þeirra snemma morguns 24. desember 2023. William, 23 ára hæfileikaríkur kylfingur fannst látinn með 37 stungusár, þar á meðal 16 á hálsinum, á meðan Thomas var með skurð á lófa sem hann sagði lögreglu að hann hefði fengið þegar hann reyndi að verja sig.
Thomas, sem er 24 ára, fór fyrir rétt í Cardiff Crown Court, eftir að hafa neitað morðinu, þar sem hann naut stuðnings Sir Stanley Thomas, en eign hans var metin á 230 milljónir punda árið 2013. Í dag var honum sagt að hann yrði sendur í ævilangt fangelsi og verður að sitja að lágmarki 19 ár á bak við lás og slá.
Saksóknarinn, Greg Bull sagði: „Hann fór inn í eldhúsið þar sem hann vopnaði sig stórum eldhúshníf og svörtum hníf sem hægt er að opna. Síðan fór hann upp stigana tvo og inn í herbergi William Bush. Ráðist var á Bush aftan frá, líklega með hnífnum, þar sem Bush sat eða stóð nálægt baunapoka. Hann var stunginn að minnsta kosti einu sinni í hnakkann. Árásin varð til þess að herra Bush flúði, skíthræddur um líf sitt niður á jarðhæð. Þar hélt Thomas áfram að stinga Bush ítrekað í hnakkann, höfuðið á honum, framan á hálsi og bringu hans. Ennfremur er ljóst að Dylan Thomas notaði eldhúshnífinn til að stinga herra Bush í brjóstið og skar hann á háls og þar með í aðalslagæðina í hálsi hans, sem leiddi til þess að Bush blæddi til bana.“
Grunsamleg leit á vefnum
Dómstóllinn sagði að fyrir morðið, um klukkan 12:36, hafi Thomas leitað í tölvu sinni að mynd af líffærafræði hálsins. Bull bætti við: „Ákæruvaldið heldur því fram að þetta hafi verið þáttur sem bendir til þess að á þessu stigi hafi Dylan Thomas ætlað sér að ráðast á og drepa William Bush. Við munum aldrei vita raunverulega ástæðuna fyrir ásetningi hans eða raunverulegu ástæðuna fyrir því að hann framkvæmdi téða tölvuleit. Herra Bush var að reyna að flýja frá herra Thomas sem elti hann út úr svefnherberginu sínu, niður tvo stiga, í gegnum eldhúsið og út á veröndina þar sem Bush hrundi eftir að hann hafði hlotið banvænan skurð á slagæð í hálsi hans.“
Dómstólnum var sagt að afstaða Thomasar til Williams hefði breyst vegna ástarsambands hans við kærustu sína, Ellu. Bull sagði: „Í október til nóvember 2023 sagði Bush Ellu að Thomas hefði sagt við sig: „Ég hugsaði og/eða velti því fyrir mér hvort ég ætti að drepa þig“. Bush tók þessum ummælum alvarlega en hann sagði Ellu að um nóttina hefði hann lokað svefnherbergishurð sinni til að koma í veg fyrir að Thomas kæmist inn í svefnherbergið á meðan hann var sofandi.“
Vináttan breyttist
Bull sagði að vinskapur þeirra hafi breyst eftir að William kynntist kærustunni Ellu Jeffries – og hugðist að flytja til hennar í staðinn. Hann sagði: „Áður en herra Bush hitti Ellu Jeffries eyddu mennirnir tveir miklum tíma saman. Þeir spiluðu oft golf saman, þeir fóru út saman á kvöldin og Bush studdi Thomas á allan hátt sem hann gat. Hann keyrði Thomas regluleag á hvaða stað sem hann vildi fara þar sem Thomas gat ekki keyrt. Í stuttu máli treysti Thomas mjög á vináttu sína og tíma með Bush. Gangverkið í sambandi mannanna tveggja var að breytast á tímabilinu fram að jólum 2023. Í fyrsta lagi eyddi Bush æ meiri tíma sínum með Ellu, en samband þeirra blómstraði. Bush og Ella höfðu ákveðið að leita sér að heimili saman á nýju ári.“
Þeir félagar kynntust sem skólastrákar í Christ College, Brecon, þar sem önnin kostaði 13.000 pund. Þegar William hætti í skólanum fór hann í háskóla. Tómasi bauðst pláss en þáði það ekki.
Elskaður af öllum
Bull sagði: „Herra Bush var ástríkur sonur, bróðir, félagi og vinur. Hann var elskaður af öllum sem þekktu hann. Hann var í eðli sínu rólegur og friðelskandi maður sem forðaðist árekstra. Hann var vel á sig kominn og vöðvastæltur og þegar hann lést var hann 188 sentimetrar. Hann var íþróttamaður, mikill kylfingur og stundaði golf fyrir sýsluna sína.
„Hann starfaði sem landmælingamaður hér í borg en hætti störfum vegna streitu og heilsubrests en hlakkaði til nýs árs. Hann hafði fundið sér nýja vinnu og var að leita að heimili með kærustu sinni Ellu Jeffries.“
Bætti hann við: „Amma Thomasar lýsti honum sem rólegri manneskju. Eini raunverulegi vinur hans var hinn látni. Þeir fóru í frí með fjölskyldu Dylans. Dylan og hinn látni deildu ekki aðeins húsi heldur voru þeir góðir vinir. Sakborningurinn treysti mjög á Bush til stuðnings. Herra Thomas var sterkbyggður miðað við Bush og mun sterkari en hann.“
Dánarorsökin, sem Dr. Richard Jones framkvæmdi við háskólasjúkrahúsið í Wales, voru þau að Williams lést af völdum fjölda stungusára á hálsi og líkama.
Afinn sleginn til riddara
Fjölskylda Williams, enskukennarafaðirinn John, 61 árs, móðirin Elizabeth, 63 ára, systirin Catrin og bróðirinn Alexander, hylltu hinn áhugasama ruðningsleikara og golfara. Fjölskyldan, sem býr í Brecon í Suður-Wales, sagði: „Ástkæri Willi okkar var tekinn frá okkur á svo grimmilegan og ólýsanlegan hátt. Will var svo tryggur, fyndinn og umhyggjusamur sonur, bróðir og kærasti.“
Thomas sem er tölvuforritari, er barnabarn Sir Stanley Thomas, 82 ára, sem var sleginn til riddara árið 2006 fyrir góðgerðarstarf sitt og þjónustu við viðskiptalífið. Faðir hans, einnig kallaður Stanley Thomas, byrjaði að selja kjötbökur í Merthyr Tydfil í velsku dölunum. Fyrirtækið, Peter’s Savory Products, var selt fyrir 75 milljónir punda árið 1988.
Þegar morðingi bróður hennar var dæmdur sagðist Catrin Bush vilja gefa bróður sínum rödd í yfirlýsingu um áhrif morðsins á aðstandendur. Hún sagði: „Will var svo trygg, fyndin og umhyggjusöm manneskja og hann lýsti upp hvert herbergi sem hann gekk inn í með ósvífnu brosi sínu og fljótfærum húmor. Þú hefur ekki sýnt neina iðrun eða virðingu í öllu þessu ferli. Ég veit ekki hvernig einhver gæti verið svona grimmur, stjórnsamur, hjartalaus og vondur. Þú ollir svo miklum þjáningum á saklausa litla bróður okkar, Will, og þú hefur tekið bjarta framtíð Wills frá honum. Ég vona að þér verði aldrei sleppt aftur út í samfélagið og þú lifir restina af ævi þinni í fangelsi.“