Föstudagur 27. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

„Erkifífl af iðnaðarskala“ olli flóðbylgju í sögulegum bæ – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimmtíu og sjö ára bílstjóri dráttarvélar sem kallaður hefur verið „erkifífl af iðnaðarskala“ af notendum samfélagsmiðla hefur verið handtekinn eftir að hafa plægt um flóðgötur í Tenbury Wells.

Í myndbandi sem deilt var á samfélagsmiðlum sjást bylgjur sem komu frá dráttarvélinni, brjóta búðarrúður, þar sem flóðvatn streymdi í gegnum hinn sögulega bæ á sunnudag.

Í myndbandinu má heyra fólk segja: „Þetta hefur valdið svo miklu tjóni, allar búðir upp við High Street.“

Margir fyrirtækjaeigendur sögðu að atvikið hafi ollið en meiri skemmdum á húsnæðum sem þegar höfðu orðið fyrir flóðum.

Miðbærinn fór á kaf á mánudag eftir að veggur hrundi þegar áin Kyre Brook flæddi yfir hann, sem olli því að vatnsbylgjur streymdu um göturnar.

Eftirlitsmaður Dave Wise, sem stýrir hverfisteymi í Tenbury Wells, sagði: „Mig langar að þakka öllum sem vöktu athygli okkar á þessu atviki og nærsamfélaginu fyrir samstarfið og stuðninginn í gær á meðan við rannsökuðum málið. Ég skil uppnámið og reiðina sem atvikið olli og ég vona að handtakan sem við gerðum í gærkvöldi skapi fullvissu um að við séum virkir að rannsaka málið. Lögreglumenn munu halda áfram að vera á vappi í Tenbury á næstu dögum til að aðstoða nærsamfélagið og samstarfsstofnanir okkar við endurheimt í kjölfar flóðanna.“

- Auglýsing -

Stormurinn Bert heldur áfram að valda ringulreið um Bretland í dag, en þar eru 132 flóðaviðvaranir enn í gildi, þar á meðal viðvaranir um „lífshættu“.

Heimili fóru á kaf og fyrirtæki og skólar neyddust til að loka eftir að vindar gengu yfir hluta Bretlands sem mest fóru í 36 metra á sekúndu.

Þó að síðustu rigningarviðvörunum frá veðurstofu Bretlands lauk klukkan 23:59 á sunnudag, mun sterkur vindur halda áfram og búist er við að rigning frá hálendi nái í ár, sem gæti hamlað hreinsunarstarfi.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -