Föstudagur 17. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

Eurovision í Mariupol á næsta ári: „Hugrekki okkar vekur aðdáun umheimsins “

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og kunnugt er bar úkraínska sveitin Kalush Orchestra sigur af hólmi í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fór í Tórínó á Ítalíu í gær.

Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti lýsti því eftir sigur Úkraínu í Eurovision að hann vilji halda keppnina í úkraínsku hafnarborginni Mariupol að ári.

Undir venjulegum kringumstæðum mundi það þýða að keppnin fari fram í Úkraínu á næsta ári. Kringumstæður eru þó allt annað en venjulegar í Úkraínu um þessar mundir en Zelensky lætur engan bilbug á sér finna.

„Hugrekki okkar vekur aðdáun umheimsins, tónlistin okkar leggur Evrópu að fótum sér. Næsta ár verður Úkraína gestgjafi Eurovision,“ skrifar forsetinn í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram, og bætir því við að hann vilji halda keppnina í Mariupol, sem er rústir einar eftir linnulausar árásir Rússa síðustu vikur og mánuði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -