Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.6 C
Reykjavik

Fæddist í sértrúarsöfnuði og neydd í hjónaband þriggja ára: „Það var kynsvall allsstaðar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin fertuga Serena Kelley sagði frá hrottalegri reynslu sinni á því að alast upp í sértrúarsöfnuði. Hún var aðeins þriggja ára gömul þegar móðir hennar neyddi hana í hjónaband.

„Mamma setti mig í kjöltu hans, hann kyssti mig og las yfir mér um að nú værum við tengd að eilífu. Hann lét mig hafa hring sem var alltof stór á mig en setti límband inn í hann svo hann héldist á mér,“ sagði Serena en hún var gefin til leiðtoga sértrúarsafnaðarins Children of God, David Berg.

David var meðal þeirra sem stofnuðu söfnuðinn árið 1968. Hann var þar leiðtogi þar til hann lést árið 1993.

„Hann var áður búinn að vera giftur mörgum táningsstelpum. Ég var sú yngsta sem honum var gefin, aðeins þriggja ára.“

Meðlimir safnaðarins trúðu því að heimsendir væri nærri og að eina leiðin til þess að öðlast inngöngu í himnaríki væri með kynlífi og fullnægingum. Konum var sagt að þær yrðu alltaf að vera reiðubúnar til samneytis við karlmenn. Árið 1992 hófst rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á söfnuðinum og leiðtoga hans eftir að ótal dæmi um barnaníð innan hópsins komu á yfirborðið.

Serena segir að eftir „brúðkaupið“ hafi hún búið á meðal æðri stjórnenda safnaðarins þar sem hún varð daglega vitni að kynferðislegum athöfnum, kynsvalli og nauðgunum. Sjálf hafi hún oft orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.

- Auglýsing -

„Á heimili Davids varð ég vitni af miklu ógeði. Það var kynsvall allsstaðar. Oft ráfaði ég um húsið ein. Það var nekt og kynlíf allsstaðar í kringum mig. Það voru mörg önnur börn í sömu stöðu. Þar á meðal dóttir hans og barnabarn. Hann trúði því að við ættum að fylgja reglum Biblíunnar og þar kemur fram að barn nái fullorðinsaldri við tólfta aldursárið, þá máttu allir nota okkur að vild.“

Eftir andlát Davids tók ekkja hans við sem leiðtogi hópsins ásamt nýjum eiginmanni sínum. Fljótt breyttist stefna safnaðarins sem varð til þess að flestir yfirgáfu hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -