Aðgerð, þar sem gerviaðgangar á samfélagsmiðlunum eru notaðir til að dreifa falsfréttum, hefur verið beint að hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir palestínska flóttamenn (UNRWA), samkvæmt ísraelska dagblaðsins Haaretz, sem vitnar í samtök sem fylgjast með falsfréttum.
Ísraelski hópurinn Fake Reporter, sem stúderar falsfréttir á netinu, komust að því að ásakanir falsreikninganna á samfélagsmiðlunum, rímuðu við ásakanir ísraelskra stjórnvalda um tengsl UNRWA og Hamas-liða, en falsreikningarnir hafa verið duglegir að dreifa þeim ásökunum í athugasemdakerfum á samfélagsmiðlunum.
Eins og lýst er af Haaretz sagði skýrslan, sem gefin er út á hebresku, að áhrifaherferðin byggðist á neti hundruða samfélagsmiðlareikninga, auk þriggja nýstofnaðra „fréttavefsíðna“ til að kynna frásagnir sem eru hliðhollar Ísrael. En undanfarnar vikur hefur áhrifaherferðin einblínt mjög á UNRWA, sem er stofnun sem er lífsnauðsynleg Palestínumönnum.