Ítölsk kona að nafni Candida Uderzo, fékk á dögunum ökuskírteinið sitt endurnýjað. Það sem er heldur óvanalegt er aldur ökumannsins en Candida er hundrað ára gömul. Fékk hún nýtt skírteini eftir að hafa staðist augnpróf í ökuskóla í norðurhluta Vicenza héraði.
Sagði hún í viðtali við miðilinn Corriere Del Veneto að ekki væri aðeins gaman að geta keyrt sjálf heldur minnkaði það einnig þrýsting á son hennar, að keyra hana um. „Ég er heppinn, ég er 100 ára og að vera svona heilbrigð kemur mér á óvart. Ég tek aldrei töflur, bara einstaka svefnlyf af og til,“ sagði Candida, sem les blaðið án þess að þurfa gleraugu.