Fimmtudagur 26. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Féll niður 30 metra:„Við erum bara heppin að barnið okkar kom heim í framsæti bíls en ekki í kistu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrettán ára drengur lifði af þrjátíu metra fall við Miklagljúfur í Arizona, Bandaríkjunum.

Það tók björgunarsveitir tvo klukkutíma að bjarga Wyatt Kaufmann síðastliðinn fimmtudag, eftir að hann féll fram af brún North Rim í Mikla Gljúfri en það er vinsæll áningastaður ferðamanna.

Flogið var með drenginn á sjúkahús með alvarleg meiðsl en hann hefur nú verið útskrifaður.

Wyatt sagði fjölmiðlum að hann hefði fallið þegar hann var að víkja sér undan svo fólk gæti tekið ljósmyndir. Sagðist hann hafa beygt sig og haldið í grjót með annarri hendi en misst takið og byrjað að falla aftur á bak. „Ég man ekki eftir neinu eftir að ég féll,“ sagði hann sjónvarpsstöðinni KPNX í Phoenic, þar sem hann lá á spítala. „Ég man bara eftir að ranka við mér í sjúkrabíl og svo þyrlu og flugvél og svo var ég kominn hingað.“

Meðal meiðsla sem hann hlaut voru níu brotnir hryggjarliðir, sprungið milta, handleggsbrot og samanfallið lunga.

Tugir viðbragðsaðilar tóku þátt í björguninni en Wyatt var komið í öruggt skjól af starfsliði frá þjóðgarðinum í Miklagljúfri, sem kom sér niður klettinn þar sem Wyatt lá, eftir að í ljós kom að þyrluáhöfn gæti ekki komist að honum.

Faðir Wyatt, Brian Kaufman, sem var heima hjá sér í Norður-Dakota er slysið varð, sagði við fjölmiðla: „Við erum bara heppin að barnið okkar kom heim í framsæti bíls en ekki í kistu.“

- Auglýsing -

Wyatt var staddur í fjölskylduferð til Miklagljúfurs þegar slysið varð en fjölskyldan sagði KPNX að hún ætlaði sér að fara í nýtt ferðalag (e. roadtrip) heim frá spítalanum, til að skapa nýjar minningar í staðinn fyrir minninguna um hið hræðilega fall.

Frétt þessi er unnin upp úr frétt BBC.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -